Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. mars 2020 03:02 Frá undirritun samningsins. Vísir/Haukurinn Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira
Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02
Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29
Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58