Skoða að setja ferðamenn í sóttkví við komuna til landsins Sylvía Hall og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. apríl 2020 18:16 Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú regla er nú í gildi að allir einstaklingar sem koma til landsins og eru búsettir á Íslandi þurfi að fara í sóttkví. Erlendir ferðamenn geta hins vegar komið til landsins og ferðast um án þess að fara í sóttkví við komuna. Sóttvarnalæknir á von á að þessu verði breytt og hömlur settar á erlenda ferðamenn „Ég tel mikilvægt að við könnum allar leiðir til þess að þetta gildi, einhvers konar hömlur muni gilda líka um þá til þess að tryggja það að við fáum ekki smit hingað til Íslands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Starfshópur skoðar nú hvernig þetta verður útfært og á Þórólfur von á að það liggi fyrir á næstu dögum. Meðal annars sé verið að skoða að ferðamenn sem koma til landsins fari í sóttkví við komuna í tvær vikur. „Ég bendi á að það eru mörg lönd með þetta til dæmis eins og sóttkví. Danmörk, Noregur, fólk er lokað inni ef það fer til Frakklands og það þarf að sæta útgöngubanni. Þannig það eru mjög mismunandi kvaðir sem að hvíla á fólki hvort sem þau eru búsett í þessum löndum eða hvort þau eru að koma sem ferðamenn,“ segir Þórólfur. Ennþá tæplega þrjár vikur í 4. maí Tólf greindust síðastliðinn sólarhring með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir að búast megi við að þeim sem greinast með veiruna haldi áfram að fækka. Engu að síður óttast Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að bakslag geti komið þar sem landsmenn virðast vera meira á ferli nú síðustu daga en áður. „Við fengum svolítið tilfinninguna sérstaklega í gær að svona fólki væri létt og við áttum svo sem von á því að fólki yrði létt að sjá svona hvaða væri en við áttum kannski ekki von á því endilega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kominn 4. maí. Það eru enn þá tæpar þrjár vikur þangað til. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Við erum enn þá að berjast við þetta af þeim krafti sem við erum búin að vera að gera núna síðustu vikurnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú regla er nú í gildi að allir einstaklingar sem koma til landsins og eru búsettir á Íslandi þurfi að fara í sóttkví. Erlendir ferðamenn geta hins vegar komið til landsins og ferðast um án þess að fara í sóttkví við komuna. Sóttvarnalæknir á von á að þessu verði breytt og hömlur settar á erlenda ferðamenn „Ég tel mikilvægt að við könnum allar leiðir til þess að þetta gildi, einhvers konar hömlur muni gilda líka um þá til þess að tryggja það að við fáum ekki smit hingað til Íslands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Starfshópur skoðar nú hvernig þetta verður útfært og á Þórólfur von á að það liggi fyrir á næstu dögum. Meðal annars sé verið að skoða að ferðamenn sem koma til landsins fari í sóttkví við komuna í tvær vikur. „Ég bendi á að það eru mörg lönd með þetta til dæmis eins og sóttkví. Danmörk, Noregur, fólk er lokað inni ef það fer til Frakklands og það þarf að sæta útgöngubanni. Þannig það eru mjög mismunandi kvaðir sem að hvíla á fólki hvort sem þau eru búsett í þessum löndum eða hvort þau eru að koma sem ferðamenn,“ segir Þórólfur. Ennþá tæplega þrjár vikur í 4. maí Tólf greindust síðastliðinn sólarhring með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir að búast megi við að þeim sem greinast með veiruna haldi áfram að fækka. Engu að síður óttast Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að bakslag geti komið þar sem landsmenn virðast vera meira á ferli nú síðustu daga en áður. „Við fengum svolítið tilfinninguna sérstaklega í gær að svona fólki væri létt og við áttum svo sem von á því að fólki yrði létt að sjá svona hvaða væri en við áttum kannski ekki von á því endilega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kominn 4. maí. Það eru enn þá tæpar þrjár vikur þangað til. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Við erum enn þá að berjast við þetta af þeim krafti sem við erum búin að vera að gera núna síðustu vikurnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02