Fór langt í viðræðum við tvö önnur félög: „Mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason er enn staddur í Austurríki en flytur á Selfoss í sumar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var um heimkomu hans úr atvinnumennsku og samning við Selfoss. Guðmundur Hólmar er frá Akureyri en hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi og Austurríki síðustu ár auk þess að hafa farið með íslenska landsliðinu á Evrópumótið 2016. Um áramót ákvað hann og fjölskylda hans að tímabært væri að halda heim til Íslands og þrátt fyrir áhuga fleiri félaga urðu ríkjandi Íslandsmeistarar Selfoss fyrir valinu. Þar mun Guðmundur leika undir stjórn annars Akureyrings, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem tekinn er við liðinu: „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara á Selfoss. Dóri hringdi í mig og útskýrði sína hugmyndafræði og hvað hann sæi fyrir sér varðandi mig og þetta lið, og stemninguna í kringum liðið í bænum. Það heillaði mig mikið og ég er mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss og spila fyrir Dóra,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Ætla má að KA og Þór hafi verið meðal þeirra félaga sem freistuðu þess að fá Guðmund í sínar raðir áður en hann valdi Selfoss en Guðmundur vildi ekki gefa upp hvaða önnur félög hann hefði rætt við. „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta var alveg erfitt val. Hausverkur. Það voru nú ekki öll liðin að hafa samband við mig en við vorum í sambandi við nokkur lið og fórum sérstaklega ansi langt í viðræðum við tvö önnur félög. Síðan er það þannig að við erum að koma heim út af ákveðnum ástæðum. Konan til að hún geti sinnt sinni vinnu og ég til að fara í þetta nám sem ég hef hugsað mér. Þau lið, einungis kannski af þessum ástæðum, urðu því eftir á,“ sagði Guðmundur sem hyggur á meistaranám í lögfræði. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur Hólmar um komuna á Selfoss Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild karla Íslenski handboltinn UMF Selfoss Tengdar fréttir Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
„Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var um heimkomu hans úr atvinnumennsku og samning við Selfoss. Guðmundur Hólmar er frá Akureyri en hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi og Austurríki síðustu ár auk þess að hafa farið með íslenska landsliðinu á Evrópumótið 2016. Um áramót ákvað hann og fjölskylda hans að tímabært væri að halda heim til Íslands og þrátt fyrir áhuga fleiri félaga urðu ríkjandi Íslandsmeistarar Selfoss fyrir valinu. Þar mun Guðmundur leika undir stjórn annars Akureyrings, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem tekinn er við liðinu: „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara á Selfoss. Dóri hringdi í mig og útskýrði sína hugmyndafræði og hvað hann sæi fyrir sér varðandi mig og þetta lið, og stemninguna í kringum liðið í bænum. Það heillaði mig mikið og ég er mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss og spila fyrir Dóra,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Ætla má að KA og Þór hafi verið meðal þeirra félaga sem freistuðu þess að fá Guðmund í sínar raðir áður en hann valdi Selfoss en Guðmundur vildi ekki gefa upp hvaða önnur félög hann hefði rætt við. „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta var alveg erfitt val. Hausverkur. Það voru nú ekki öll liðin að hafa samband við mig en við vorum í sambandi við nokkur lið og fórum sérstaklega ansi langt í viðræðum við tvö önnur félög. Síðan er það þannig að við erum að koma heim út af ákveðnum ástæðum. Konan til að hún geti sinnt sinni vinnu og ég til að fara í þetta nám sem ég hef hugsað mér. Þau lið, einungis kannski af þessum ástæðum, urðu því eftir á,“ sagði Guðmundur sem hyggur á meistaranám í lögfræði. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur Hólmar um komuna á Selfoss Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild karla Íslenski handboltinn UMF Selfoss Tengdar fréttir Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31
Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti