Erlent

Erdogan til fundar við leið­toga ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill frekari fjárframlög frá Evópusambandinu.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill frekari fjárframlög frá Evópusambandinu. AP

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti kemur til Brussel í kvöld til að ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við þau Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins.

Erdogan vill að samningur Evrópusambandsins og Tyrklands um hvernig skuli glíma við þann mikla fjölda flóttamanna frá Sýrlandi og fleiri ríkjum sem reyna nú að komast til Evrópu um Tyrkland verði endurskoðaður.

Erdogan hefur farið fram á aukin fjárframlög frá Evrópusambandinu, en Johannes Hahn, sem fer fyrir málefnum fjárlaga innan framkvæmdastjórnarinnar, segir slíkt ekki vera á dagskrá.

Tyrkneski innanríkisráðherrann sagði um helgina að þrýstingurinn á ytri landamæri Evrópusambandsins nú sé „bara upphafið“ og sagði að von væri á miklum fjölda flóttamanna til viðbótar. 

Á sama tíma gaf forsetinn strandgæslunni fyrirmæli um að hindra för flóttafólks sem reyndi að komast sjóleiðina til Grikklands um Eyjahaf.


Tengdar fréttir

Vopnahlé tekið gildi í Idlib

Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×