Skoða hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04
Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28