Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2020 22:22 Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent