Innlent

Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun

Kristín Ólafsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Stórt svæði var undirlagt eldunum í gær.
Stórt svæði var undirlagt eldunum í gær. Vísir/jóhann k.

Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. Heiðar Örn Jónsson varaslökkvliðsstjóri í Borgarbyggð segir að vel hafi farið að ganga í baráttunni við eldinn þegar leið á nóttina.

„Það var núna um fimmleytið í nótt eða sex, þá hættum við störfum. Þetta gekk þokkalega, þegar leið á nóttina. Akurnesingarnir fóru frá okkur um fjögurleytið og síðustu menn voru að skríða inn á stöð hjá okkur um sex í morgun. Aðgerðum lokið.“

Hvað með tjón, er þetta stórt svæði?

„Þetta er töluvert stórt svæði. Tjónið er bara á gróðri, það voru engar byggingar eða neitt svoleiðis sem varð fyrir þessu.“

Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K.

Tæplega hundrað manns komu að aðgerðunum þegar mest var.

„Fjórar stöðvar frá Borgarbyggð. Svo er slökkvilið Akraness og Reykjaness sem hjálpaði okkur við þetta og á heildina með björgunarsveitum voru þetta á að giska um hundrað manns,“ segir Heiðar Örn.

Í spilaranum hér að neðan má sjá aðstæður í Borgarfirði í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf.

„Leiðindavinna í erfiðu landslagi“

Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×