Katrín Tanja fær að keppa á heimsleikunum eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 11:37 Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk gleðifréttir frá Dave Castro og verður með á heimsleikunum í haust. Instagram/katrintanja Það er enn talsverð óvissa í kringum heimsleikana í CrossFit í haust en forráðamenn CrossFit samtakanna ætla að gera allt sem þarf til að leikarnir falli ekki niður í ár. Eftir frétt Vísis í morgun um hvernig Dave Castro, yfirmaður CrossFit leikanna, rökstuddi þá ákvörðun sína að skera niður keppendahópinn með slæmum afleiðingum fyrir CrossFit fólk, þá fékk Vísir senda inn þá gleðifrétt að Katrín Tanja hafi verið tekin inn í keppendahópinn á Aromas búgarðinum. Katrín Tanja var næst inn af þeim sem voru ekki með keppnisrétt í kvennaflokki eftir árangur sinn á The Open í vetur og samkvæmt áreiðanlegum og glænýjum heimildum Vísis þá fékk hún þær fréttir frá Dave Castro í fyrradag að hún yrði með á leikunum í haust. CrossFit samtökin hafa ekki enn staðfest breytingar á þátttökuhópnum sínum en það má búast við staðfestum keppendahóp sem fyrst. Keppendur eiga að vera þrjátíu af hvoru kyni og það verður engin liðakeppni eða keppni í aldursflokkum. CrossFit fjölmiðillinn Morning Chalk up birti boðslistann eftir tilkynningu Dave Castro en samkvæmt nýjum heimildum Vísis þá hafa orðið breytingar á honum. Keppendur þurftu að staðfesta þátttöku eða ekki og þar hefur losnað sæti fyrir Katrínu Tönju. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein stærsta stjarna og sendiherra CrossFit heimsins eftir viðburðaríkt ár þar sem hún kom meðal annars fram fyrir sína íþrótt tvisvar sinnum hjá ESPN, bæði í Body Issue ESPN sem og á ráðstefnu ESPN um kvennaíþróttir. Það eru því góðar fréttir fyrir alla að íslenska CrossFit stjarnan fái að vera með á leikunum í ár. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Það er enn talsverð óvissa í kringum heimsleikana í CrossFit í haust en forráðamenn CrossFit samtakanna ætla að gera allt sem þarf til að leikarnir falli ekki niður í ár. Eftir frétt Vísis í morgun um hvernig Dave Castro, yfirmaður CrossFit leikanna, rökstuddi þá ákvörðun sína að skera niður keppendahópinn með slæmum afleiðingum fyrir CrossFit fólk, þá fékk Vísir senda inn þá gleðifrétt að Katrín Tanja hafi verið tekin inn í keppendahópinn á Aromas búgarðinum. Katrín Tanja var næst inn af þeim sem voru ekki með keppnisrétt í kvennaflokki eftir árangur sinn á The Open í vetur og samkvæmt áreiðanlegum og glænýjum heimildum Vísis þá fékk hún þær fréttir frá Dave Castro í fyrradag að hún yrði með á leikunum í haust. CrossFit samtökin hafa ekki enn staðfest breytingar á þátttökuhópnum sínum en það má búast við staðfestum keppendahóp sem fyrst. Keppendur eiga að vera þrjátíu af hvoru kyni og það verður engin liðakeppni eða keppni í aldursflokkum. CrossFit fjölmiðillinn Morning Chalk up birti boðslistann eftir tilkynningu Dave Castro en samkvæmt nýjum heimildum Vísis þá hafa orðið breytingar á honum. Keppendur þurftu að staðfesta þátttöku eða ekki og þar hefur losnað sæti fyrir Katrínu Tönju. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein stærsta stjarna og sendiherra CrossFit heimsins eftir viðburðaríkt ár þar sem hún kom meðal annars fram fyrir sína íþrótt tvisvar sinnum hjá ESPN, bæði í Body Issue ESPN sem og á ráðstefnu ESPN um kvennaíþróttir. Það eru því góðar fréttir fyrir alla að íslenska CrossFit stjarnan fái að vera með á leikunum í ár.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira