Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boða til fréttamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag kl 11:30.
Þar verða kynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan sem fyrr.
Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.