Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:34 Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjadltöku á fiskiauðlindinni. Vísir/Berghildur Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær að hægt væri að erfa aflaheimildir en eigendur Samherja framseldu nánast alla hlutabréfaeign sína í félaginu til barna sinna í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir Samherji ræður yfir 7% aflaheimilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á landi í því tilliti. Í síðasta ársreikning félagsins voru aflaheimildirnar metnar á sem samsvarar um 23 milljörðum króna á núverandi gengi. Lilja telur að ef auðlindarákvæði væri komið inn í stjórnarskrá kæmi það í veg fyrir slíkt framsal. „Aflaheimildir eiga að vera úthlutaðar með nýtingu í huga en ekki eignarétti sem er að birtast í þessum miklu tilfærslum milli kynslóða. Auðlindin okkar sem við teljum sameign þjóðarinnar og er í lögum um stjórn fiskveiða. hún er það ekki í raun og þess vegna er svo mikilvægt að setja auðlindarákvæði í stjórnarskránna,“ Segir Lilja. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands þar kemur meðal annars fram að við lögin bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Þá segir enn fremur að með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku á fiskauðlindinni telur að ákvæðið eins og það lítur út núna komi ekki í veg fyrir framsal. „Eins og textinn er orðaður núna þá hefur hann engin áhrif og allra síst til að koma í veg fyrir framsal af þessu tagi. Þetta er bara orðalag um óbreytt ástand því miður. Þarna þyrfti að koma inn skýrt ákvæði um tímamörk veiðiréttarins, “ segir Þorsteinn Pálsson. Sjávarútvegur Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær að hægt væri að erfa aflaheimildir en eigendur Samherja framseldu nánast alla hlutabréfaeign sína í félaginu til barna sinna í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir Samherji ræður yfir 7% aflaheimilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á landi í því tilliti. Í síðasta ársreikning félagsins voru aflaheimildirnar metnar á sem samsvarar um 23 milljörðum króna á núverandi gengi. Lilja telur að ef auðlindarákvæði væri komið inn í stjórnarskrá kæmi það í veg fyrir slíkt framsal. „Aflaheimildir eiga að vera úthlutaðar með nýtingu í huga en ekki eignarétti sem er að birtast í þessum miklu tilfærslum milli kynslóða. Auðlindin okkar sem við teljum sameign þjóðarinnar og er í lögum um stjórn fiskveiða. hún er það ekki í raun og þess vegna er svo mikilvægt að setja auðlindarákvæði í stjórnarskránna,“ Segir Lilja. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands þar kemur meðal annars fram að við lögin bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Þá segir enn fremur að með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku á fiskauðlindinni telur að ákvæðið eins og það lítur út núna komi ekki í veg fyrir framsal. „Eins og textinn er orðaður núna þá hefur hann engin áhrif og allra síst til að koma í veg fyrir framsal af þessu tagi. Þetta er bara orðalag um óbreytt ástand því miður. Þarna þyrfti að koma inn skýrt ákvæði um tímamörk veiðiréttarins, “ segir Þorsteinn Pálsson.
Sjávarútvegur Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira