Setur kröfur á þá leikmenn sem Man. United kaupir í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 08:00 Bruno Fernandes hefur gjörbreytt liði Manchester United. vísir/getty Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar. Hann setur þá kröfu á leikmenn sem koma til félagsins í sumar að þeir séu alvöru sigurvegarar, eins og hann. Fernandes sló í gegn með United á upphafsmánuðunum eftir að hafa komið frá Sporting í janúar og var meðal annars valinn leikmaður mánaðarins í febrúar áður en fótboltinn var stöðvaður vegna kórónuveirunar. Fernandez er mikill sigurvegari og fór ekkert leynt með það í viðtali sem birtist við hann á heimasíðu United í gær þar sem stuðningsmenn fengu að spyrja hann spjörunum úr. „Ég vil vinna allt. Ég er hungraður í að vinna allt. Ég kom til Manchester til þess að vinna titla. Deildina, Meistaradeildina, allt. Við vitum hvaða gæði búa í Manchester. Við erum með ungt lið, unga leikmenn en við erum með mikil gæði,“ sagði Portúgalinn. Bruno Fernandes has urged United to sign winners in the transfer window to join the 'big' squad at Ole Gunnar Solskjaer's disposal. #MUFC @AlexCTurk https://t.co/NjtOsclAsh— StretfordPaddock (@StretfordPaddck) April 16, 2020 „Það skiptir ekki máli að við erum ungir og aðrir hafa meiri reynslu en við því við erum einnig með eldri leikmenn sem geta hjálpað þeim yngri. Ég veit ekki hvað gerist fyrir næstu leiktíð en Manchester er stórt félag og reglulega kaupa þeir leikmenn. Þeir eru stórt félag og hingað vilja allir koma.“ „Við erum stórt lið en allir sem koma hingað þurfa að koma hingað til þess að vinna. Bara með hugann við það að vinna. Ég vil fólk sem er hungrað í að vinna titla og vinna allt. Ég get skynjað það í hópnum að allir vilja vinna,“ sagði Portúgalinn. Man. United var á miklu skriði þegar enski boltinn var settur á ís en þeir unnu átta af ellefu leikjunum eftir að Bruno kom til félagsins og voru þeir komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar. Hann setur þá kröfu á leikmenn sem koma til félagsins í sumar að þeir séu alvöru sigurvegarar, eins og hann. Fernandes sló í gegn með United á upphafsmánuðunum eftir að hafa komið frá Sporting í janúar og var meðal annars valinn leikmaður mánaðarins í febrúar áður en fótboltinn var stöðvaður vegna kórónuveirunar. Fernandez er mikill sigurvegari og fór ekkert leynt með það í viðtali sem birtist við hann á heimasíðu United í gær þar sem stuðningsmenn fengu að spyrja hann spjörunum úr. „Ég vil vinna allt. Ég er hungraður í að vinna allt. Ég kom til Manchester til þess að vinna titla. Deildina, Meistaradeildina, allt. Við vitum hvaða gæði búa í Manchester. Við erum með ungt lið, unga leikmenn en við erum með mikil gæði,“ sagði Portúgalinn. Bruno Fernandes has urged United to sign winners in the transfer window to join the 'big' squad at Ole Gunnar Solskjaer's disposal. #MUFC @AlexCTurk https://t.co/NjtOsclAsh— StretfordPaddock (@StretfordPaddck) April 16, 2020 „Það skiptir ekki máli að við erum ungir og aðrir hafa meiri reynslu en við því við erum einnig með eldri leikmenn sem geta hjálpað þeim yngri. Ég veit ekki hvað gerist fyrir næstu leiktíð en Manchester er stórt félag og reglulega kaupa þeir leikmenn. Þeir eru stórt félag og hingað vilja allir koma.“ „Við erum stórt lið en allir sem koma hingað þurfa að koma hingað til þess að vinna. Bara með hugann við það að vinna. Ég vil fólk sem er hungrað í að vinna titla og vinna allt. Ég get skynjað það í hópnum að allir vilja vinna,“ sagði Portúgalinn. Man. United var á miklu skriði þegar enski boltinn var settur á ís en þeir unnu átta af ellefu leikjunum eftir að Bruno kom til félagsins og voru þeir komnir upp í 5. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira