Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 17:03 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að semja við FFÍ. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til Flugfreyjufélags Íslands, sem ekki var gengið að á fundi samninganefnda félaganna í dag, hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á hæstu og lægstu laun, um 12 prósent hækkun í tilfelli síðarnefnda hópsins. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Samningafundi FFÍ og Icelandair Group var slitið á þriðja tímanum, ekki hefur verið boðað til nýs fundar og telur Icelandair að ekki verði lengra komist í viðræðunum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir niðurstöðuna vonbrigði og að flugfélagið meti hvaða leikir séu í stöðunni. Aldrei hafi staðið til að semja við flugfreyjur utan Flugfreyjufélags Íslands, eins og Morgunblaðið lét í veðri vaka í morgun. Ætlun Icelandair hafi ætíð verið að ná samningi við FFÍ og að félagið hafi verið í viðræðunum að heilindum, að sögn Boga sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í samningaviðræðurnar af þeim sökum, rétt eins og í viðræður við aðra flugstéttir hjá félaginu. Flugvirkjar hafa þegar samþykkt samning við félagið sem felur í sér kjaraskerðingu og flugmenn greiða nú atkvæði um samning sem felur í sér afnám hvíldarbónusa, ýmis konar frís og kauphækkana í framtíðinni. Báðar þessar stéttar hafa þó fengið kjarabætur á síðustu árum, ólíkt flugfreyjum og þjónum sem hafa setið eftir af flugstéttunum. FFÍ sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem félagið lýsir miklum vonbrigðum með „einarða og óbilgjarna afstöðu Icelandair.“ Félagið hafi að mestu haldið sig við upphaflegt tilboð sitt á meðan FFÍ hafi reynt að koma til móts við fyrirtækið. „Tilboðið sem var lagt fram í dag fól m.a. í sér aukið vinnuframlag, eftirgjöf á flug-, vakt- og hvíldartímaákvæðum sem gefa fyrirtækinu möguleika til verulegrar hagræðingar, aukins sveigjanleika og vaxtar. Fyrirtækið hefur hins vegar á engum tímapunkti verið tilbúið til viðræðna á raunhæfum grunni,“ segir FFÍ. Bogi Nils segir því ekki að neita að samningstilboð Icelandair, sem félagið segir að sé lokatilboð þess, feli í sér aukið vinnuframlag. Aftur á móti hafi Icelandair reynt að standa vörð um ráðstöfunartekjur flugfreyja og þjóna, auk þess sem í samningum felist krónutöluhækkun. Þar hækki laun þeirra lægst launuðu mest, eða um 12 prósent, en jafnframt hækki kaupið í efri launaþrepum. Þó sé verið að taka út „millistjórnunarhlutverk flugfreyja“ að sögn Boga sem einfaldi skipulag félagsins. Þrátt fyrir aukið vinnuframlag og sveigjanleika segir Bogi að með tilboði sínu í dag hefði Icelandair færst nær samkeppnisfélögum sínum í þessum efnum. Þá segist Bogi ekki vera að tala um lággjaldafélög heldur önnur félög á Norðurlöndum eins og SAS og Finnair. Tilboðið sem Icelandair hafi lagt fram í dag feli þannig í sér starfskjör flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Engir peningar frá lífeyrissjóðum Næstu skref séu nú í skoðun hjá félaginu en ljóst verður að teljast að einhver niðurstaða verði komin í þessi mál fyrir föstudag þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram. Bogi segir að til að tryggja að væntanlegt hlutafjárútboði gangi sem skyldi þurfi félagið að sýna fram á góðar framtíðarhorfur. Launakostnaður sé stór útgjaldaliður og segir mikið um samkeppnishæfni félagsins til framtíðar. Verkalýðshreyfingin hefur sett Icelandair Group stólinn fyrir dyrnar og sagst ætla að beita lífeyrissjóðunum semji Icelandair framhjá FFÍ. Lífeyrissjóðirnir muni ekki leggja félaginu til aukið fjármagn ákveði Icelandair að grafa undan samstöðu launafólks og eyðileggja verkalýðsfélög. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til Flugfreyjufélags Íslands, sem ekki var gengið að á fundi samninganefnda félaganna í dag, hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á hæstu og lægstu laun, um 12 prósent hækkun í tilfelli síðarnefnda hópsins. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Samningafundi FFÍ og Icelandair Group var slitið á þriðja tímanum, ekki hefur verið boðað til nýs fundar og telur Icelandair að ekki verði lengra komist í viðræðunum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir niðurstöðuna vonbrigði og að flugfélagið meti hvaða leikir séu í stöðunni. Aldrei hafi staðið til að semja við flugfreyjur utan Flugfreyjufélags Íslands, eins og Morgunblaðið lét í veðri vaka í morgun. Ætlun Icelandair hafi ætíð verið að ná samningi við FFÍ og að félagið hafi verið í viðræðunum að heilindum, að sögn Boga sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í samningaviðræðurnar af þeim sökum, rétt eins og í viðræður við aðra flugstéttir hjá félaginu. Flugvirkjar hafa þegar samþykkt samning við félagið sem felur í sér kjaraskerðingu og flugmenn greiða nú atkvæði um samning sem felur í sér afnám hvíldarbónusa, ýmis konar frís og kauphækkana í framtíðinni. Báðar þessar stéttar hafa þó fengið kjarabætur á síðustu árum, ólíkt flugfreyjum og þjónum sem hafa setið eftir af flugstéttunum. FFÍ sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem félagið lýsir miklum vonbrigðum með „einarða og óbilgjarna afstöðu Icelandair.“ Félagið hafi að mestu haldið sig við upphaflegt tilboð sitt á meðan FFÍ hafi reynt að koma til móts við fyrirtækið. „Tilboðið sem var lagt fram í dag fól m.a. í sér aukið vinnuframlag, eftirgjöf á flug-, vakt- og hvíldartímaákvæðum sem gefa fyrirtækinu möguleika til verulegrar hagræðingar, aukins sveigjanleika og vaxtar. Fyrirtækið hefur hins vegar á engum tímapunkti verið tilbúið til viðræðna á raunhæfum grunni,“ segir FFÍ. Bogi Nils segir því ekki að neita að samningstilboð Icelandair, sem félagið segir að sé lokatilboð þess, feli í sér aukið vinnuframlag. Aftur á móti hafi Icelandair reynt að standa vörð um ráðstöfunartekjur flugfreyja og þjóna, auk þess sem í samningum felist krónutöluhækkun. Þar hækki laun þeirra lægst launuðu mest, eða um 12 prósent, en jafnframt hækki kaupið í efri launaþrepum. Þó sé verið að taka út „millistjórnunarhlutverk flugfreyja“ að sögn Boga sem einfaldi skipulag félagsins. Þrátt fyrir aukið vinnuframlag og sveigjanleika segir Bogi að með tilboði sínu í dag hefði Icelandair færst nær samkeppnisfélögum sínum í þessum efnum. Þá segist Bogi ekki vera að tala um lággjaldafélög heldur önnur félög á Norðurlöndum eins og SAS og Finnair. Tilboðið sem Icelandair hafi lagt fram í dag feli þannig í sér starfskjör flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Engir peningar frá lífeyrissjóðum Næstu skref séu nú í skoðun hjá félaginu en ljóst verður að teljast að einhver niðurstaða verði komin í þessi mál fyrir föstudag þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram. Bogi segir að til að tryggja að væntanlegt hlutafjárútboði gangi sem skyldi þurfi félagið að sýna fram á góðar framtíðarhorfur. Launakostnaður sé stór útgjaldaliður og segir mikið um samkeppnishæfni félagsins til framtíðar. Verkalýðshreyfingin hefur sett Icelandair Group stólinn fyrir dyrnar og sagst ætla að beita lífeyrissjóðunum semji Icelandair framhjá FFÍ. Lífeyrissjóðirnir muni ekki leggja félaginu til aukið fjármagn ákveði Icelandair að grafa undan samstöðu launafólks og eyðileggja verkalýðsfélög.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43