Segir vinnufíkla geta nýtt sóttkví sem meðferðartíma Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:00 Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims segir sóttkví geta verið erfitt tímabil fyrir vinnufíkla en einnig tímabil sem hægt er að nota til meðferðar. Vísir/Vilhelm „Að senda ofvirka einstakling í slökun, jóga og hugleiðslu er hægara sagt en gert,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims. „Það reynist manneskju sem er ofboðslega virk, alltaf með fulla dagskrá, marga bolta á lofti og fullan haus af hugmyndum og plönum mjög erfitt að setjast niður á jóga-dýnu ná taugakerfinu niður, loka augunum og hægja á huganum. Hver einasta mínúta er kvöl og pína, en sem betur fer er mannsskepnan mjög aðlögunarhæf, þannig að með tímanum verður það auðveldara fyrir þann ofvirka að skreppa í jóga,“ segir Ragnheiður og bætir við „Að senda vinnufíkil heim úr vinnu í 14 daga sóttkví er svipað ástand.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010 og rekur nú fyrirtækið Hugarheim þar sem hún þjónustar stjórnendur og vinnustaði þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Að sögn Ragnheiðar hefur vinnufíkn verið innfærð í viðhorf okkar. „Að vinna nógu mikið og hafa nógu mikið að gera er ákveðin viðurkenning fyrir sjálfsmyndina og þess vegna höldum við þessari fíkn á lofti,“ segir Ragnheiður. Sjö einkenni vinnufíknar Ef þú ert að vinna umfram nauðsyn bara til að græða viðurkenningu eða pening þá gæti vinnan farið að vera fíkn,“ segir Ragnheiður til að útskýringar á því hvar hætturnar leynast. Ragnheiður tilgreinir sérstaklega sjö einkenni vinnufíknar: 1. Þráhyggja um hvernig þú getur fundið meiri tíma fyrir vinnuna 2. Að vinna meira en maður ætlaði sér, dag eftir dag. 3. Að vinna til að koma í veg fyrir samviskubit og kvíða sem hellist yfir mann út af vinnunni 4. Aðrir hafa gefið þér til kynna að þú vinnir of mikið og þú hlustar ekki 5. Það veldur streitu að vera frá vinnu 6. Vinnan er efst í forgangsröðun, fram fyrir fjölskyldu og áhugamál 7. Of mikil vinna er farin að bitna á heilsunni Ert þú vinnufíkill? Ragnheiður Guðfinna segir nokkra þætti einkennandi fyrir karakter vinnufíkla. Þessi karaktereinkenni eru: »Áreiðanleiki: Vinnufíklar eru traustir, samhæfir og hógværir. »Taugaveiklun: Vinnufíklar hafa tilhneigingu til að vera kvíðnir, á nálum og hvatvísir. »Ímyndunarafl: Vinnufíklar eru almennt hugvitsamir og hafa þörf á að vera alltaf „að“. Ragnheiður mælir með því að vinnufíklar nýti tíman í sóttkví sem góðan meðferðartíma fyrir sig.Vísir/Vilhelm Sóttkví getur verið meðferð fyrir vinnufíkla Ragnheiður segir sóttkví geta verið erfiða fyrir vinnufíkla, rétt eins og slökun er að jafnaði fyrir ofvirkan einstakling. Hún bendir hins vegar á að vinnufíkillinn getur reynt að nýta sóttkvínna sem meðferð frekar en að upplifa tímann sem pínu og böl. „Sóttkví getur verið ákveðin meðferð fyrir vinnufíkilinn, það er að segja að neyða hann til þess að vera heima, slaka á og njóta tíma með fjölskyldu sinni. Sóttkví getur einnig aukið á vinnufíknina og gefið vinnufíklinum aukið tækifæri til að vinna heima og missa öll mörk á milli vinnu og einkalífs,“ segir Ragnheiður. En hvernig getur vinnufíkillinn sett sjálfan sig í slíka meðferð? „Sá sem er núna í sóttkví ætti að hugleiða það hvernig hann/hún er að nýta sér þann mikilvæga tíma sem hann/hún er að fá í hendurnar. Tækifærið er núna að njóta þess að hafa tíma til að geta verið heima án samvisku og sinna því sem skiptir mann mestu máli, sem er fjölskyldan. Ekki fórna þessu tækifæri fyrir vinnuna,“ segir Ragnheiður. Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Að senda ofvirka einstakling í slökun, jóga og hugleiðslu er hægara sagt en gert,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims. „Það reynist manneskju sem er ofboðslega virk, alltaf með fulla dagskrá, marga bolta á lofti og fullan haus af hugmyndum og plönum mjög erfitt að setjast niður á jóga-dýnu ná taugakerfinu niður, loka augunum og hægja á huganum. Hver einasta mínúta er kvöl og pína, en sem betur fer er mannsskepnan mjög aðlögunarhæf, þannig að með tímanum verður það auðveldara fyrir þann ofvirka að skreppa í jóga,“ segir Ragnheiður og bætir við „Að senda vinnufíkil heim úr vinnu í 14 daga sóttkví er svipað ástand.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010 og rekur nú fyrirtækið Hugarheim þar sem hún þjónustar stjórnendur og vinnustaði þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Að sögn Ragnheiðar hefur vinnufíkn verið innfærð í viðhorf okkar. „Að vinna nógu mikið og hafa nógu mikið að gera er ákveðin viðurkenning fyrir sjálfsmyndina og þess vegna höldum við þessari fíkn á lofti,“ segir Ragnheiður. Sjö einkenni vinnufíknar Ef þú ert að vinna umfram nauðsyn bara til að græða viðurkenningu eða pening þá gæti vinnan farið að vera fíkn,“ segir Ragnheiður til að útskýringar á því hvar hætturnar leynast. Ragnheiður tilgreinir sérstaklega sjö einkenni vinnufíknar: 1. Þráhyggja um hvernig þú getur fundið meiri tíma fyrir vinnuna 2. Að vinna meira en maður ætlaði sér, dag eftir dag. 3. Að vinna til að koma í veg fyrir samviskubit og kvíða sem hellist yfir mann út af vinnunni 4. Aðrir hafa gefið þér til kynna að þú vinnir of mikið og þú hlustar ekki 5. Það veldur streitu að vera frá vinnu 6. Vinnan er efst í forgangsröðun, fram fyrir fjölskyldu og áhugamál 7. Of mikil vinna er farin að bitna á heilsunni Ert þú vinnufíkill? Ragnheiður Guðfinna segir nokkra þætti einkennandi fyrir karakter vinnufíkla. Þessi karaktereinkenni eru: »Áreiðanleiki: Vinnufíklar eru traustir, samhæfir og hógværir. »Taugaveiklun: Vinnufíklar hafa tilhneigingu til að vera kvíðnir, á nálum og hvatvísir. »Ímyndunarafl: Vinnufíklar eru almennt hugvitsamir og hafa þörf á að vera alltaf „að“. Ragnheiður mælir með því að vinnufíklar nýti tíman í sóttkví sem góðan meðferðartíma fyrir sig.Vísir/Vilhelm Sóttkví getur verið meðferð fyrir vinnufíkla Ragnheiður segir sóttkví geta verið erfiða fyrir vinnufíkla, rétt eins og slökun er að jafnaði fyrir ofvirkan einstakling. Hún bendir hins vegar á að vinnufíkillinn getur reynt að nýta sóttkvínna sem meðferð frekar en að upplifa tímann sem pínu og böl. „Sóttkví getur verið ákveðin meðferð fyrir vinnufíkilinn, það er að segja að neyða hann til þess að vera heima, slaka á og njóta tíma með fjölskyldu sinni. Sóttkví getur einnig aukið á vinnufíknina og gefið vinnufíklinum aukið tækifæri til að vinna heima og missa öll mörk á milli vinnu og einkalífs,“ segir Ragnheiður. En hvernig getur vinnufíkillinn sett sjálfan sig í slíka meðferð? „Sá sem er núna í sóttkví ætti að hugleiða það hvernig hann/hún er að nýta sér þann mikilvæga tíma sem hann/hún er að fá í hendurnar. Tækifærið er núna að njóta þess að hafa tíma til að geta verið heima án samvisku og sinna því sem skiptir mann mestu máli, sem er fjölskyldan. Ekki fórna þessu tækifæri fyrir vinnuna,“ segir Ragnheiður.
Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira