Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 10:55 Flóttamenn á gangi nærri landamærum Tyrklands og Grikklands. Tyrknesk stjórnvöld sendu fjölda sýrlenskra flóttamanna þangað til að þrýsta á evrópsk stjórnvöld um aukna aðstoð. AP/Emrah Gurel Flóttafólki er haldið á leynilegum stað í Grikklandi og vísað úr landi til Tyrklands án þess að það fái að sækja um hæli eða ræða við lögmann. Grísk stjórnvöld eru þannig sögð reyna að koma í veg fyrir að fjöldi hælisleitenda nái sömu hæðum og árið 2015 en sérfræðingar telja að aðgerðir þeirra brjóti alþjóðalög. New York Times segir að það hafi fundið leynilegan stað þangað sem flóttafólk er flutt og síðan sent úr landi með gervihnattamyndum og heimildavinnu á svæðinu. Blaðið hefur ennfremur eftir nokkrum flóttamönnum að þeir hafi verið handsamaðir, sviptir eigum sínum, barðir og svo vísað frá Grikklandi án þess að þeir fengju tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. Francois Crépeau, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttinda flóttafólks, segir að um sé að ræða leynifangelsi þar sem föngum sé haldið á laun og án lagalegra úrræða. Leynifangelsi Grikkja sé brot á réttindum hælisleitenda og stríði gegn banni við „grimmilegri, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð“ Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði ekki fyrirspurn bandaríska blaðsins um leynistaðina en fullyrti að Grikkir handtækju og vísuðu flóttafólki úr landi á grundvelli landslaga. Forsetatilskipun sem var gefin út í síðustu viku um að ekki yrði lengur tekið við hælisumsóknum heimilaði að fólki yrði vísað úr landi án tafa. Grískir hermenn standa vaktina við gaddavír handan árinnar Evros á landamærum Tyrklands og Grikklands.AP/Emrah Gurel Segjast fara að lögum og reglum Neyðarástand hefur skapast á landamærum Grikklands og Tyrklands eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að standa ekki lengur í vegi þess að sýrlenskir flóttamenn sem hafa hafst þar við reyni að komast til Evrópu. Með því vildu Tyrkir þrýsta á evrópska ráðamenn um að hjálpa þeim frekar við að takast á við flóttamannastrauminn frá Sýrlandi. Áætlað er að um fjórar milljónir Sýrlendinga hafist við í Tyrklandi og óttast er að fleiri streymi inn vegna harðnandi átaka í norðanverðu Sýrlandi undanfarið. Tyrkir tóku þá upp á því að flytja sýrlenska flóttamenn að landamærunum í rútum. Þeir eru jafnvel sagðir hafa hvatt flóttamenn til að gera áhlaup á landamærastöðvar til að brjóta sér leið inn í Grikkland. Sjá einnig: Tyrkir standa ekki lengur í veg fyrir flótta til ESB-ríkja Grikkir brugðust við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum. Tyrknesk stjórnvöld fullyrða að í það minnsta þrír flóttamenn hafi verið skotnir til bana þegar þeir reyndu að komast yfir til Grikklands undanfarnar tvær vikur. Grísk stjórnvöld hafna því að mannfall hafi orðið við landamærin. New York Times segist þó hafa staðfest að sýrlensku verkamaður hafi verið skotin til bana á landamærunum út frá myndböndum vitna. Þá vísar blaðið til myndbanda sem sýna að gríska landhelgisgæslan hafi skotið á flóttamenn á smábát sem voru að reyna að komast til lands í Grikklandi fyrr í þessum mánuði. Gæsluliðar hafi barið flóttamennina með prikum og reynt að sveigja þeim af leið með því að sigla hratt fram hjá bát þeirra. Ferjað aftur til Tyrklands Somar al-Hussein er sýrlenskur Kúrdi sem var á meðal fyrstu sýrlensku flóttamannana sem tyrknesk stjórnvöld fluttu að landamærunum að Grikklandi. Hann sagði New York Times að hann og fleiri hafi reynt að sigla yfir til Grikklands á litlum gúmmíbát. Grískir landamæraverðir hafi tekið þá höndum og flutt þá í fangageymslu. Hussein áætlar að staðurinn hafi verið rétt utan við landamæraþorpið Poros. Starfsmenn fangageymslunnar hafi tekið snjallsíma af Hussein og hunsuðu beiðnir hans um að leggja fram hælisumsókn og að ræða við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fyrir þeim erum við eins og skepnur,“ sagði Hussein um grísku verðina. Fangana segir hann hvorki hafa fengið vott né þurrt. Daginn eftir hafi hóp flóttamanna verið ekið að ánni Evros á landamærum Grikklands og Tyrklands. Þar hafi grískir lögreglumenn tekið við hópnum og siglt með þá yfir til Tyrklands á litlum hraðbát. Fleiri flóttamenn hafa sagt bandaríska dagblaðinu svipaða sögu undanfarna daga. Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Erdogan til fundar við leiðtoga ESB Tyrklandsforseti mun ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar sambandsins í kvöld. 9. mars 2020 09:37 Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. 8. mars 2020 22:58 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Flóttafólki er haldið á leynilegum stað í Grikklandi og vísað úr landi til Tyrklands án þess að það fái að sækja um hæli eða ræða við lögmann. Grísk stjórnvöld eru þannig sögð reyna að koma í veg fyrir að fjöldi hælisleitenda nái sömu hæðum og árið 2015 en sérfræðingar telja að aðgerðir þeirra brjóti alþjóðalög. New York Times segir að það hafi fundið leynilegan stað þangað sem flóttafólk er flutt og síðan sent úr landi með gervihnattamyndum og heimildavinnu á svæðinu. Blaðið hefur ennfremur eftir nokkrum flóttamönnum að þeir hafi verið handsamaðir, sviptir eigum sínum, barðir og svo vísað frá Grikklandi án þess að þeir fengju tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. Francois Crépeau, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttinda flóttafólks, segir að um sé að ræða leynifangelsi þar sem föngum sé haldið á laun og án lagalegra úrræða. Leynifangelsi Grikkja sé brot á réttindum hælisleitenda og stríði gegn banni við „grimmilegri, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð“ Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði ekki fyrirspurn bandaríska blaðsins um leynistaðina en fullyrti að Grikkir handtækju og vísuðu flóttafólki úr landi á grundvelli landslaga. Forsetatilskipun sem var gefin út í síðustu viku um að ekki yrði lengur tekið við hælisumsóknum heimilaði að fólki yrði vísað úr landi án tafa. Grískir hermenn standa vaktina við gaddavír handan árinnar Evros á landamærum Tyrklands og Grikklands.AP/Emrah Gurel Segjast fara að lögum og reglum Neyðarástand hefur skapast á landamærum Grikklands og Tyrklands eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að standa ekki lengur í vegi þess að sýrlenskir flóttamenn sem hafa hafst þar við reyni að komast til Evrópu. Með því vildu Tyrkir þrýsta á evrópska ráðamenn um að hjálpa þeim frekar við að takast á við flóttamannastrauminn frá Sýrlandi. Áætlað er að um fjórar milljónir Sýrlendinga hafist við í Tyrklandi og óttast er að fleiri streymi inn vegna harðnandi átaka í norðanverðu Sýrlandi undanfarið. Tyrkir tóku þá upp á því að flytja sýrlenska flóttamenn að landamærunum í rútum. Þeir eru jafnvel sagðir hafa hvatt flóttamenn til að gera áhlaup á landamærastöðvar til að brjóta sér leið inn í Grikkland. Sjá einnig: Tyrkir standa ekki lengur í veg fyrir flótta til ESB-ríkja Grikkir brugðust við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum. Tyrknesk stjórnvöld fullyrða að í það minnsta þrír flóttamenn hafi verið skotnir til bana þegar þeir reyndu að komast yfir til Grikklands undanfarnar tvær vikur. Grísk stjórnvöld hafna því að mannfall hafi orðið við landamærin. New York Times segist þó hafa staðfest að sýrlensku verkamaður hafi verið skotin til bana á landamærunum út frá myndböndum vitna. Þá vísar blaðið til myndbanda sem sýna að gríska landhelgisgæslan hafi skotið á flóttamenn á smábát sem voru að reyna að komast til lands í Grikklandi fyrr í þessum mánuði. Gæsluliðar hafi barið flóttamennina með prikum og reynt að sveigja þeim af leið með því að sigla hratt fram hjá bát þeirra. Ferjað aftur til Tyrklands Somar al-Hussein er sýrlenskur Kúrdi sem var á meðal fyrstu sýrlensku flóttamannana sem tyrknesk stjórnvöld fluttu að landamærunum að Grikklandi. Hann sagði New York Times að hann og fleiri hafi reynt að sigla yfir til Grikklands á litlum gúmmíbát. Grískir landamæraverðir hafi tekið þá höndum og flutt þá í fangageymslu. Hussein áætlar að staðurinn hafi verið rétt utan við landamæraþorpið Poros. Starfsmenn fangageymslunnar hafi tekið snjallsíma af Hussein og hunsuðu beiðnir hans um að leggja fram hælisumsókn og að ræða við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fyrir þeim erum við eins og skepnur,“ sagði Hussein um grísku verðina. Fangana segir hann hvorki hafa fengið vott né þurrt. Daginn eftir hafi hóp flóttamanna verið ekið að ánni Evros á landamærum Grikklands og Tyrklands. Þar hafi grískir lögreglumenn tekið við hópnum og siglt með þá yfir til Tyrklands á litlum hraðbát. Fleiri flóttamenn hafa sagt bandaríska dagblaðinu svipaða sögu undanfarna daga.
Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Erdogan til fundar við leiðtoga ESB Tyrklandsforseti mun ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar sambandsins í kvöld. 9. mars 2020 09:37 Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. 8. mars 2020 22:58 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Erdogan til fundar við leiðtoga ESB Tyrklandsforseti mun ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar sambandsins í kvöld. 9. mars 2020 09:37
Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. 8. mars 2020 22:58
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21