Almannavarnir veita skipuleggjendum og þátttakendum ráð vegna mannamóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2020 10:46 Frá einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilmæli til skipuleggjenda viðburða og þátttakenda í ljósi þess að tilfellum nýju kórónuveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Tugir smita hafa komið upp hér á landi og fleiri hundruð eru í sóttkví. Ekkert samkomubann er í gangi hér á landi en almannavarnardeild segir mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Þá þurfi þátttakendur hver fyrir sig að meta stöðu sína vel. Ekki er útilokað að gripið verði til samkomubanns meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi, segir í tilkynningunni. Þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig Tilfellum nýju kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Um þessar mundir geisar alvarlegur faraldur veirunnar á Ítalíu og líkur er á að hún muni halda áfram útbreiðslu sinni í álfunni næstu vikur og mánuði. Ekki er samkomubann í gildi á Íslandi en ekki er útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi. „Því er eðlilegt að skipuleggjendur fjölmennra viðburða séu uggandi yfir stöðunni. Meðan faraldur geisar þarf ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.“ Að neðan má sjá ráð fyrir skipuleggjendur og þátttakendur í mannamótum. Ráð fyrir skipuleggjendur Meðan ekkert samkomubann er í gildi er mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Nauðsynlegt er að gestir hafi greiðan aðgang að heitu vatni og sápu, handspritti og einnota þurrkum. Einnig er brýnt að skipuleggjendur taki mið af þeim hópi sem mun sækja viðburðinn. Vitað er að eldri borgarar og þeir sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma (t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein) eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni COVID-19. Skipuleggjendur verða jafnframt að brýna fyrir þátttakendum að þeir sem eiga að vera í sóttkví eftir að hafa orðið útsettir fyrir smit eiga ekki að mæta á viðburðinn. Þar sem ekki hefur verið sett á samkomubann þá er það á ábyrgð skipuleggjenda viðburða að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið. Ef grunur leikur á að ekki verði hægt að tryggja öryggi einstaklinga sem eru í áhættuhópi eða að erfitt verði að tryggja gott aðgengi að hreinlætisaðstöðu, handspritti o.þ.h. er ráðlagt að taka til skoðunar hvort halda skuli viðburðinn. Fyrir þátttakendur Áður en ákveðið er að halda viðburð þarf hver og einn að meta stöðu sína vel. Almennt eigum við ekki að vera í mikilli nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensulíkum einkennum. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá sem annað hvort hafa verið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í tengslum við einstaklinga með staðfest eða grunað smit. Þessir aðilar ættu að forðast samneyti við aðra einstaklinga og vera í sóttkví. Á fjölmennum viðburði er einkar mikilvægt að huga vel að persónulegu hreinlæti; þvo hendur reglulega, nota handspritt þegar þörf krefur og hnerra eða hósta í einnnota þurrku eða í olnbogabótina. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilmæli til skipuleggjenda viðburða og þátttakenda í ljósi þess að tilfellum nýju kórónuveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Tugir smita hafa komið upp hér á landi og fleiri hundruð eru í sóttkví. Ekkert samkomubann er í gangi hér á landi en almannavarnardeild segir mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Þá þurfi þátttakendur hver fyrir sig að meta stöðu sína vel. Ekki er útilokað að gripið verði til samkomubanns meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi, segir í tilkynningunni. Þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig Tilfellum nýju kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Um þessar mundir geisar alvarlegur faraldur veirunnar á Ítalíu og líkur er á að hún muni halda áfram útbreiðslu sinni í álfunni næstu vikur og mánuði. Ekki er samkomubann í gildi á Íslandi en ekki er útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi. „Því er eðlilegt að skipuleggjendur fjölmennra viðburða séu uggandi yfir stöðunni. Meðan faraldur geisar þarf ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.“ Að neðan má sjá ráð fyrir skipuleggjendur og þátttakendur í mannamótum. Ráð fyrir skipuleggjendur Meðan ekkert samkomubann er í gildi er mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Nauðsynlegt er að gestir hafi greiðan aðgang að heitu vatni og sápu, handspritti og einnota þurrkum. Einnig er brýnt að skipuleggjendur taki mið af þeim hópi sem mun sækja viðburðinn. Vitað er að eldri borgarar og þeir sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma (t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein) eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni COVID-19. Skipuleggjendur verða jafnframt að brýna fyrir þátttakendum að þeir sem eiga að vera í sóttkví eftir að hafa orðið útsettir fyrir smit eiga ekki að mæta á viðburðinn. Þar sem ekki hefur verið sett á samkomubann þá er það á ábyrgð skipuleggjenda viðburða að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið. Ef grunur leikur á að ekki verði hægt að tryggja öryggi einstaklinga sem eru í áhættuhópi eða að erfitt verði að tryggja gott aðgengi að hreinlætisaðstöðu, handspritti o.þ.h. er ráðlagt að taka til skoðunar hvort halda skuli viðburðinn. Fyrir þátttakendur Áður en ákveðið er að halda viðburð þarf hver og einn að meta stöðu sína vel. Almennt eigum við ekki að vera í mikilli nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensulíkum einkennum. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá sem annað hvort hafa verið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í tengslum við einstaklinga með staðfest eða grunað smit. Þessir aðilar ættu að forðast samneyti við aðra einstaklinga og vera í sóttkví. Á fjölmennum viðburði er einkar mikilvægt að huga vel að persónulegu hreinlæti; þvo hendur reglulega, nota handspritt þegar þörf krefur og hnerra eða hósta í einnnota þurrku eða í olnbogabótina.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira