Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:00 Horft er til miðborgarinnar fyrir opnun neyslurýmis. Málið er þó á byrjunarstigi og húsnæði hefur ekki verið fundið Vísir/vilhelm Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg. Reykjavík Fíkn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í gær. Þau kveða á um heimild sveitarfélaga til að stofna og reka neyslurými. Húsnæði þar sem einstaklingar yfir átján ára aldri geta sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar fagnar samþykkt málsins. „Það er mjög gott skref en við hefðum viljað sjá kannski skýrar í erindinu að þarna væri um lággjalda heilbrigðisþjónustu að ræða, að þetta sé heilsugæsla,“ segir hún. Heilbrigðisþjónusta, sem ætti að vera á ábyrgð ríkisins. „Það er í raun og veru ekki sanngjarnt að senda þennan bolta alfarið á sveitarfélögin. Það þarf að tryggja fjármagn í svona rekstur. “ Samkvæmt frumvarpinu er talið að árlega noti um sjö hundruð einstaklingar vímuefni í æð en talið er að um 25 til 40 manns myndu nota neyslurýmið til að byrja með. Heiða Björg bendir á að hópurinn þurfi á ýmissi þjónustu fagfólks að halda. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs. Heilbrigðisráðherra á eftir að útfæra starfsemi neyslurýmanna nánar í reglugerð og Heiða segir borgina til í samstarf þegar það liggur fyrir og finna staðsetningu. „Ég held að flest fagfólk sé sammála um að það væri ákjósanlegt að þetta væri einhvers staðar miðsvæðis, þar sem fólk er á ferð. Það hefur mjög mikið verið horft til miðborgarinnar. “ Neyslurýmið verði að líkum ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Ef ég á að segja alveg eins og er að þá held ég að þetta muni taka í að minnsta kosti ár, miðað við reynslu mínu af því að finna staðsetningar fyrir til dæmis smáhýsi fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi, eða er heimilislaust. Ég held að við verðum bara að gefa þessu tíma en við erum tilbúin til að vinna að þessu hratt og örugglega ef fjármagn til verkefnisins er tryggt,“ segir Heiða Björg.
Reykjavík Fíkn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira