Sáu fram á atvinnuleysi og skipulögðu leikjanámskeið Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 19:18 Ýmir Guðmundsson og Magnús Aron Sigurðsson munu bjóða upp á leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára í sumar. Aðsend Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira