Sáu fram á atvinnuleysi og skipulögðu leikjanámskeið Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 19:18 Ýmir Guðmundsson og Magnús Aron Sigurðsson munu bjóða upp á leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára í sumar. Aðsend Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning