Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 11. mars 2020 21:15 Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/daníel þór Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira