„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 17:00 Zoran Miljkovic og Arnar spiluðu saman á Skaganum og unnu þar titla saman. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti