Innlent

Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur

Sylvía Hall skrifar
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar. Lögreglan

Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir hluta þeirra fyrirtækja sem gerðu samkomulag um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. Listinn var birtur eftir ákall um birtingu hans líkt og segir á vef stofnunarinnar.

Listinn inniheldur nöfn þeirra fyrirtækja sem staðfestu samkomulag við sex starfsmenn eða fleiri. Þó nýtti fjöldi fyrirtækja úrræðið fyrir færri starfsmenn; 2.950 fyrirtæki fyrir einn starfsmann, 1.138 settu tvo starfsmenn á hlutabótaleiðina, 568 fyrirtæki þrjá starfsmenn, 372 fyrirtæki fjóra og 245 fyrirtæki settu fimm starfsmenn á hlutabætur.

Hlutabótaleiðin hefur haft tilheyrandi kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð og er talið að leiðin muni kosta tugi milljarða.

Á vef Vinnumálastofnunar segir að við birtingu listans vegist á mikilvægir hagsmunir sem stofnuninni er skylt að veita, það er réttur einstaklinga og vernd persónuupplýsinga, en einnig réttur almennings til upplýsinga um ráðstöfun á opinberu fé.

Hér má nálgast listann.


Tengdar fréttir

Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun

Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi.

Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis

Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×