Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 08:00 Mjaldrasysturnar sýna börnum sérstaka athylgi. Vísir/Jóhann K. Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira