Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 09:41 Dominic Cummings hefur unnið náið með Johnson í tíð hans í Downingsstræti, auk þess stýrði hann Leave- kosningabaráttunni í Brexit málum 2016. Getty/Peter Summers Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. Cummings hélt ásamt eiginkonu sinni, sem líka hafði fundið fyrir einkennum, til heimilis foreldra hans í borginni Durham í norð-austur Englandi. Bresku dagblöðin Guardian og Daily Mirror greindu fyrst frá ferðalagi Cummings hjónanna. Flokksmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt framferði hjónanna og kallað eftir afsögn Cummings. „Ef fréttaflutningurinn stenst þá virðist ráðgjafinn hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Tilmæli yfirvalda voru mjög skýr, haldið ykkur heima og engin óþarfa ferðalög. Breska þjóðin getur ekki vænt þess að ein lög gangi yfir þjóðina og önnur yfir Dominic Cummings,“ er haft eftir einum af talsmönnum Verkamannaflokksins. BBC hefur greint frá því að Cummings hafi farið til Durham til þess að einangra sig í gestahúsi foreldra sinna svo að börn hans gætu verið þar í pössun. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á þingi, Ian Blackford, sagði í viðtali við BBC Radio 4 að Cummings ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. „Ef hann segir ekki upp ætti Boris Johnson að reka Cummings og það í dag. Þegar fyrirmælum yfirvalda er ekki framfylgt með þessum hætti ætti að búast við því að eitthvað yrði gert,“ sagði Blackford. Caring for your wife and child is not a crime https://t.co/YCXWhKTq28— Michael Gove (@michaelgove) May 23, 2020 BBC greinir frá því að Cummings telji sig ekki hafa brotið sóttvarnarreglur. Tveir starfsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa þegar sagt upp störfum eftir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. Cummings hélt ásamt eiginkonu sinni, sem líka hafði fundið fyrir einkennum, til heimilis foreldra hans í borginni Durham í norð-austur Englandi. Bresku dagblöðin Guardian og Daily Mirror greindu fyrst frá ferðalagi Cummings hjónanna. Flokksmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt framferði hjónanna og kallað eftir afsögn Cummings. „Ef fréttaflutningurinn stenst þá virðist ráðgjafinn hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Tilmæli yfirvalda voru mjög skýr, haldið ykkur heima og engin óþarfa ferðalög. Breska þjóðin getur ekki vænt þess að ein lög gangi yfir þjóðina og önnur yfir Dominic Cummings,“ er haft eftir einum af talsmönnum Verkamannaflokksins. BBC hefur greint frá því að Cummings hafi farið til Durham til þess að einangra sig í gestahúsi foreldra sinna svo að börn hans gætu verið þar í pössun. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á þingi, Ian Blackford, sagði í viðtali við BBC Radio 4 að Cummings ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. „Ef hann segir ekki upp ætti Boris Johnson að reka Cummings og það í dag. Þegar fyrirmælum yfirvalda er ekki framfylgt með þessum hætti ætti að búast við því að eitthvað yrði gert,“ sagði Blackford. Caring for your wife and child is not a crime https://t.co/YCXWhKTq28— Michael Gove (@michaelgove) May 23, 2020 BBC greinir frá því að Cummings telji sig ekki hafa brotið sóttvarnarreglur. Tveir starfsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa þegar sagt upp störfum eftir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44