Sex þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki nýttu hlutabætur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Vinnumálastofnun. Vísir/hanna Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi Alls nýttu 6320 fyrirtæki hlutabótaleiðina í apríl, en langflest eða um 85 prósent, settu 1 til 5 starfsmenn á hlutabætur. Nöfn þessara fyrirtækja eru ekki á listanum sem Vinnumálastofnun birti í gær heldur aðeins nöfn þeirra sem settu sex eða fleiri á hlutabætur, og segir stofnunin að þar hafi persónuverndarsjónarmið ráðið för. Á listanum eru um 1100 fyrirtæki og stofnanir í fjölbreyttum rekstri, allt frá arkitektastofum til Össurar, sveitarfélög og byggðasamlög. kirkjusóknir og kaupfélög. Á listanum má jafnframt finna nöfn hið minnsta sex fyrirtækja sem fengu undanþágu frá samkomubanni, þegar það var hert 24. mars þannig að aðeins máttu 20 koma saman í stað 100 áður. Fyrirtækin fengu undanþágu frá samkomubanninu í ljósi þjóðhagslegs mikilvægis svo unnt væri að halda órofinni starfsemi þeirra áfram. Mikilvægu fyrirtækin sem sættu ekki samkomubanni en þáðu hlutabætur fyrir starfsmenn sína starfa í sjávarútvegi, stóriðju og vöruflutningum. Viðskiptablaðið segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Ríkissjóður hafi verið meðal þeirra stofnana sem nýttu sér úrræðið. Vinnumálastofnun tekur þó ekki fram á listanum hversu margir starfsmenn fyrirtækjanna 1100 voru settir á hlutabætur eða hversu mikið starfshlutfall þeirra var lækkað, en það gat verið allt frá 20 upp í 75 prósent. Í aprílskýrslu Vinnumálastofnunar kom þó fram að nokkur stór fyrirtæki væru áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur, þannig voru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt taldi það um 13% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu úrræðið í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eiga fyrirtækin 1100 það sammerkt að starfsmenn þeirra hafa þegar fengið greiddar hlutabætur í apríl eða maí. Fyrirtæki sem sett hafi starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum og vikum og fái fyrst greiddar hlutabætur um næstu mánaðamót kunni því ekki að vera á listanum, eins og fréttastofa hefur fengið upplýsingar um. Um undantekningartilfelli sé að ræða að sögn Vinnumálastofnunnar en þegar hafi fækkað nokkuð í hópi þeirra fyrirtækja sem áfram þiggja hlutabætur fyrir starfsfólk. Að sama skapi býst Vinnumálastofnun við því að þeim kunni að fækka enn frekar eftir helgi, þegar samkomubann verður rýmkað enn frekar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi Alls nýttu 6320 fyrirtæki hlutabótaleiðina í apríl, en langflest eða um 85 prósent, settu 1 til 5 starfsmenn á hlutabætur. Nöfn þessara fyrirtækja eru ekki á listanum sem Vinnumálastofnun birti í gær heldur aðeins nöfn þeirra sem settu sex eða fleiri á hlutabætur, og segir stofnunin að þar hafi persónuverndarsjónarmið ráðið för. Á listanum eru um 1100 fyrirtæki og stofnanir í fjölbreyttum rekstri, allt frá arkitektastofum til Össurar, sveitarfélög og byggðasamlög. kirkjusóknir og kaupfélög. Á listanum má jafnframt finna nöfn hið minnsta sex fyrirtækja sem fengu undanþágu frá samkomubanni, þegar það var hert 24. mars þannig að aðeins máttu 20 koma saman í stað 100 áður. Fyrirtækin fengu undanþágu frá samkomubanninu í ljósi þjóðhagslegs mikilvægis svo unnt væri að halda órofinni starfsemi þeirra áfram. Mikilvægu fyrirtækin sem sættu ekki samkomubanni en þáðu hlutabætur fyrir starfsmenn sína starfa í sjávarútvegi, stóriðju og vöruflutningum. Viðskiptablaðið segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Ríkissjóður hafi verið meðal þeirra stofnana sem nýttu sér úrræðið. Vinnumálastofnun tekur þó ekki fram á listanum hversu margir starfsmenn fyrirtækjanna 1100 voru settir á hlutabætur eða hversu mikið starfshlutfall þeirra var lækkað, en það gat verið allt frá 20 upp í 75 prósent. Í aprílskýrslu Vinnumálastofnunar kom þó fram að nokkur stór fyrirtæki væru áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur, þannig voru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt taldi það um 13% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu úrræðið í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eiga fyrirtækin 1100 það sammerkt að starfsmenn þeirra hafa þegar fengið greiddar hlutabætur í apríl eða maí. Fyrirtæki sem sett hafi starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum og vikum og fái fyrst greiddar hlutabætur um næstu mánaðamót kunni því ekki að vera á listanum, eins og fréttastofa hefur fengið upplýsingar um. Um undantekningartilfelli sé að ræða að sögn Vinnumálastofnunnar en þegar hafi fækkað nokkuð í hópi þeirra fyrirtækja sem áfram þiggja hlutabætur fyrir starfsfólk. Að sama skapi býst Vinnumálastofnun við því að þeim kunni að fækka enn frekar eftir helgi, þegar samkomubann verður rýmkað enn frekar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40