Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 11:23 Lögreglan segir auðvelt að búa til hlaup sem hægt er að móta í hin ýmsu form og setja hvað sem er í. Vísir/EPA Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira