Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2020 15:09 Mikið hefur mætt á þríeykinu að undanförnu. Þeim þætti ekki gott að sá árangur sem nú hefur náðst yrði að engu eftir að takmörkunum verður aflétt. Ljósmynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira