Samkomubann í fjórar vikur á Íslandi og íslenskir íþróttakappleikir í uppnámi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 11:18 Nú er öruggt að engir áhorfendur verða á umspilsleiknum við Rúmeníu fari hann yfir höfuð fram. Getty/Oliver Hardt Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira