Vægum viðbrögðum kennt um margfalda dánartíðni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. apríl 2020 15:53 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Svíþjóð síðustu vikurnar. AP Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira