Þeim smitum fjölgar sem ekki er hægt að greina hvaðan koma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 12:12 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira