Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 14:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira