Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2020 16:31 Hlutur bráðnunar stóru ísbreiða jarðarinnar eins og Grænlandsjökuls í hækkun yfirborð sjávar hefur aukist mikið. Hann var um 5% á 10. áratug síðustu aldar en bráðnun íssins þar nemur nú um þriðjungi hækkunarinnar. Vísir/EPA Grænland og Suðurskautslandið tapa nú ís sex sinnum hraðar en þau gerðu á 10. áratugnum vegna hlýnunar jarðar sem hefur átt sér stað síðan þá. Rúmlega sex triljónir tonna af ís bráðnuðu frá 1992 til 2017 samkvæmt gervihnattaathugunum. Bráðnunin sem hefur átt sér stað á þessum tveimur stærstu íshellum heims er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar að meðaltali um 17,8 millímetra á heimsvísu. Ístapið er nú við efri mörk þess sem loftslagslíkön sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur stuðst við í áætlunum sínum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 60% sjávarstöðuhækkunarinnar, um 10,6 millímetrar, eru rakin til bráðnunar á Grænlandi en um 40%, um 7,2 millímetrar, til Suðurskautslandsins. Saman töpuðu ísbreiðurnar um 81 milljarði tonna af ís að meðaltali á ári á 10. áratugnum. Á öðrum áratug þessarar aldar var ístapið farið að hlaupa á 475 milljörðum tonna árlega. Þetta er á meðal niðurstaðan hóps sérfræðinga sem lagðist yfir gervihnattagögn sem ná yfir tæplega þrjátíu ára tímabil. Sjá einnig: Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Niðurstöðurnar þýða að hækkun yfirborðs sjávar fyrir lok aldarinnar miðað við meðalmikla losun gróðurhúsalofttegunda (RCP4,5) verðu umtalsvert meiri en IPCC gerði ráð fyrir í vísindaskýrslu sinni árið 2014. Þá var spáð 53 sentímetra hækkun fyrir árið 2100 en tölurnar um ístap Grænlands og Suðurskautslandsins þýðir að hækkunin gæti orðið sautján sentímetrum meiri. „Verði það raunin setur það 400 milljónir manna í hættu vegna árlegra sjávarflóða fyrir árið 2100,“ segir Andrew Shepherd, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi, sem tók þátt í yfirferðinni yfir gervihnattagögnin. Sjá einnig: Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Því er spáð að hækkun yfirborðs sjávar við strendur Íslands verði aðeins um þriðjungur hækkunarinnar á heimsvísu á þessari öld. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökul. Ísbreiðan er svo massamikil að þyngdarkraftur hennar hækkar sjávarstöðuna í kringum jökulinn. Þegar ísinn bráðar og jökullinn tapar masssa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða í nágrenni Grænlands lækkar, þar á meðal við Ísland. Það öfuga gildir um bráðnun á Suðurskautslandinu. Óvissa um örlög ísbreiðunnar á vesturhluta Suðurskautslandið þýðir að hækkun sjávarstöðu við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri en núverandi spár gera ráð fyrir fari allt á versta veg á næstu árum og áratugum. Loftslagsmál Vísindi Grænland Suðurskautslandið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Grænland og Suðurskautslandið tapa nú ís sex sinnum hraðar en þau gerðu á 10. áratugnum vegna hlýnunar jarðar sem hefur átt sér stað síðan þá. Rúmlega sex triljónir tonna af ís bráðnuðu frá 1992 til 2017 samkvæmt gervihnattaathugunum. Bráðnunin sem hefur átt sér stað á þessum tveimur stærstu íshellum heims er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar að meðaltali um 17,8 millímetra á heimsvísu. Ístapið er nú við efri mörk þess sem loftslagslíkön sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur stuðst við í áætlunum sínum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 60% sjávarstöðuhækkunarinnar, um 10,6 millímetrar, eru rakin til bráðnunar á Grænlandi en um 40%, um 7,2 millímetrar, til Suðurskautslandsins. Saman töpuðu ísbreiðurnar um 81 milljarði tonna af ís að meðaltali á ári á 10. áratugnum. Á öðrum áratug þessarar aldar var ístapið farið að hlaupa á 475 milljörðum tonna árlega. Þetta er á meðal niðurstaðan hóps sérfræðinga sem lagðist yfir gervihnattagögn sem ná yfir tæplega þrjátíu ára tímabil. Sjá einnig: Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Niðurstöðurnar þýða að hækkun yfirborðs sjávar fyrir lok aldarinnar miðað við meðalmikla losun gróðurhúsalofttegunda (RCP4,5) verðu umtalsvert meiri en IPCC gerði ráð fyrir í vísindaskýrslu sinni árið 2014. Þá var spáð 53 sentímetra hækkun fyrir árið 2100 en tölurnar um ístap Grænlands og Suðurskautslandsins þýðir að hækkunin gæti orðið sautján sentímetrum meiri. „Verði það raunin setur það 400 milljónir manna í hættu vegna árlegra sjávarflóða fyrir árið 2100,“ segir Andrew Shepherd, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi, sem tók þátt í yfirferðinni yfir gervihnattagögnin. Sjá einnig: Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Því er spáð að hækkun yfirborðs sjávar við strendur Íslands verði aðeins um þriðjungur hækkunarinnar á heimsvísu á þessari öld. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökul. Ísbreiðan er svo massamikil að þyngdarkraftur hennar hækkar sjávarstöðuna í kringum jökulinn. Þegar ísinn bráðar og jökullinn tapar masssa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða í nágrenni Grænlands lækkar, þar á meðal við Ísland. Það öfuga gildir um bráðnun á Suðurskautslandinu. Óvissa um örlög ísbreiðunnar á vesturhluta Suðurskautslandið þýðir að hækkun sjávarstöðu við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri en núverandi spár gera ráð fyrir fari allt á versta veg á næstu árum og áratugum.
Loftslagsmál Vísindi Grænland Suðurskautslandið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira