Danir loka landinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 18:21 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/Getty Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá verða samgöngur á láði og legi lagðar niður, ýmist alfarið eða að hluta. Lokunin gildir til og með 13. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og annarra ráðamanna nú rétt í þessu. Áfram verða flutt inn matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur á meðan lokuninni stendur. Þá verður öllum sem ekki hafa „lögmæta ástæðu“ til að ferðast til Danmerkur meinaður aðgangur að landinu. Þeim sem búa eða starfa í Danmörku, eiga í mikilvægum viðskiptum eða þurfa að heimsækja alvarlega veik skyldmenni verður þannig hleypt inn í landið. Allir danskir ríkisborgarar munu jafnframt eiga þess kost að snúa heim. Almennar heimsóknir til Danmerkur, jafnvel til fjölskyldu sem þar kynni að vera búsett, teljast hins vegar ekki lögmætar ástæður, að sögn Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Búast má við að hermenn gæti landamæranna næstu vikur. Þá sagði Frederiksen Dani nú standa frammi fyrir nýrri áskorun en hún væri viss um að þjóðin kæmist saman í gegnum hina erfiðu tíma. Yfirvöld réðu Dönum í dag frá öllum ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda til og með 13. apríl. Þá eru allir Danir sem staddir eru erlendis hvattir til að snúa heim til Danmerkur eins fljótt og kostur er. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Danmörku 27. febrúar. Nú hafa 788 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest þar í landi en enginn hefur látist úr veirunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá verða samgöngur á láði og legi lagðar niður, ýmist alfarið eða að hluta. Lokunin gildir til og með 13. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og annarra ráðamanna nú rétt í þessu. Áfram verða flutt inn matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur á meðan lokuninni stendur. Þá verður öllum sem ekki hafa „lögmæta ástæðu“ til að ferðast til Danmerkur meinaður aðgangur að landinu. Þeim sem búa eða starfa í Danmörku, eiga í mikilvægum viðskiptum eða þurfa að heimsækja alvarlega veik skyldmenni verður þannig hleypt inn í landið. Allir danskir ríkisborgarar munu jafnframt eiga þess kost að snúa heim. Almennar heimsóknir til Danmerkur, jafnvel til fjölskyldu sem þar kynni að vera búsett, teljast hins vegar ekki lögmætar ástæður, að sögn Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Búast má við að hermenn gæti landamæranna næstu vikur. Þá sagði Frederiksen Dani nú standa frammi fyrir nýrri áskorun en hún væri viss um að þjóðin kæmist saman í gegnum hina erfiðu tíma. Yfirvöld réðu Dönum í dag frá öllum ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda til og með 13. apríl. Þá eru allir Danir sem staddir eru erlendis hvattir til að snúa heim til Danmerkur eins fljótt og kostur er. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Danmörku 27. febrúar. Nú hafa 788 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest þar í landi en enginn hefur látist úr veirunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03
Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38