Dæmdur morðingi gæti náð kjöri sem forseti Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 14:41 Bouterse komst fyrst til valda í valdaráni árið 1980 og stýrði Súrínam í reynd til 1987. Hann studdi aftur valdarán gegn sitjandi forseta árið 1990 en var sjálfur kjörinn forseti árið 2010 og náði endurkjöri 2015. Vísir/EPA Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök. Súrínam Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök.
Súrínam Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira