Svo virðist sem Puma hafi óvart lekið nýjum búningi íslensku landsliðanna í fótbolta, sem og nýju landsliðsmerki KSÍ.
Glöggur netverji rak augun í mynd af nýja búningnum og skellti á Twitter. Hann má sjá hér fyrir neðan.
— Stefán Viðarsson (@StefanVid) May 26, 2020
Samningurinn tekur gildi 1. júlí. Þar með lýkur nítján ára samstarfi KSÍ og Errea.
Kynna átti nýtt landsliðsmerki Íslands í lok júní. Puma virðist hins vegar hafa tekið forskot á sæluna.