Ræsir yngstu börnin með tónlist og mikið að gera í kjölfar kórónuveirunnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2020 09:29 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnaði fyrirtækið Köru Connect fyrir fjórum árum síðan. Vísir/Vilhelm „Ég bóka mig hins vegar of mikið og er með einhverja draumsýn um að laga það á næstunni,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir um skipulagið í vinnunni en hún og eiginmaður búa í Kaupmannahöfn þangað sem þau fluttu tímabundið með tvö af fjórum börnum sínum. Það gerðu þau til frekari uppbyggingar á fyrirtækinu Köru Connect sem er stafræn vinnustöð. Þorbjörg segir mikið að gera þessa dagana í kjölfar kórónuveirunnar því hér heima og erlendis eru margir að gera ráðstafanir til að verja sérfræðinga sína frá smiti. Með Köru Connect geta sérfræðingar haldið örugga fjarfundi en viðskiptavinir Köru Connect eru sérfræðingar í heilsu, velferð og menntaþjónustu. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. Í kaffispjalli um helgar spyrjum við fólk alltaf hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og um það hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna, verkefnin og skipulagið og í þetta sinn biðjum við líka um góð ráð fyrir fólk í nýsköpun. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um kl. 07 á morgnana og ræsi yngstu börnin með vinsælustu lögunum. Það svínvirkar og sparar ótrúlega mikið tuð. Ég kynnti einmitt fyrir þeim lagið „I don't like Mondays“ með Boomtown Rats. Ég viðurkenni að mánudagar geta reynst erfiðir.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég kíki á símann minn. Það er algjörlega hræðilegt en það er bara satt. Ég fletti í gegnum dótið mitt og sé hvað hefur gerst síðan ég lagði símann frá mér, sem er eiginlega alltaf ekkert. Síðan kíki ég hratt yfir erlenda miðla og svo íslenska. Svo eru það krakkarnir og oftast fæ ég mjög gómsætan hafragraut sem eiginmaðurinn minn gerir handa okkur öllum á morgnana. Ef ég þarf ekki að hlaupa á fund þá fæ ég mér góðan tebolla með haframjólk sem er uppáhaldið þennan vetur.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er alltaf að selja, ég stofnaði fyrir rúmum fjórum árum með frábæru teymi fyrirtækið Köru Connect sem er stafræn vinnustöð sérstaklega sniðin utan um öryggi í samskiptum fyrir sérfræðinga í heilbrigðis, velferðar og menntageiranum. Þessa dagana er gríðarleg aukning í eftirspurn út af þessum erfiða vírus því það er mikilvægt að verja alla sérfræðingana frá smiti. Þá kemur sér vel að geta haldið örugga fjarfundi í staðinn fyrir að taka áhættu á að fá smit á milli manna. Danir eru búnir að gefa út að allir eigi að nýta sér fjarheilbrigðistækni og mjög margir sérfræðingar þar eru að skrá sig inn þessa síðustu daga. Það er því mikið að gera hjá okkur sem er ánægjulegt. Það hefði nú verið gaman að sjá þetta gerast án þessarar pressu en svona gerast oft tæknibreytingar.“ Þorbjörg segir að fólk verði að vera duglegt að segja frá þegar það vinnur að nýsköpun því það þýði ekkert að sitja á skrifstofunni og bíða eftir að eitthvað gerist.Vísir/Vilhelm Maður kynnist fullt af flottu og þrautseigu fólki og allt öðruvísi en þínu hefðbundna saumaklúbbsumhverfi. Það er ótrúlega gaman Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem er að taka sín fyrstu skref með nýsköpunarfyrirtæki? „Ég myndi fyrst vilja segja þeim að njóta þess að eiga tækifæri til að fylgja áfram hugmynd sem þau telja að breyti einhverju til hins betra. Það getur allt gerst í þessu ferli en ef maður fylgir sannfæringu sinni allan tímann þá er þetta ferðalag frábært. Maður kynnist fullt af flottu og þrautseigu fólki og allt öðruvísi en þínu hefðbundna saumaklúbbsumhverfi. Það er ótrúlega gaman. Að lokum er alveg harðbannað að sitja á skrifstofunni og bíða eftir að einhver taki eftir manni, eina vitið er að vera stöðugt að segja frá hvað þú ert að gera og hugsa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er því miður ekki með neitt sérstakt kerfi. Ef ég er komin í óskipulag þá sest ég niður með bók og byrja að skrifa öll verkefnin. Ég er að vísu með mjög skipulagt dagatal og Köru teymið lærði fljótt að það varð að bóka mig til að ég mætti. Svo erum við hjónin með mörg dagatöl samhliða til að reyna að komast í gegnum allt saman. Ég bóka mig hins vegar of mikið og er með einhverja draumsýn um að laga það á næstunni. Mér finnst skemmtilegast að skipuleggja mig í stórum dráttum með teyminu mínu á töflunni og taka snúninga á alls konar hluti. Þemað mitt hefur lengi verið „plan is nothing, planning is everything“.“ Þorbjörg hætti að drekka kaffi í fyrra sem hún segir hafa haft góð áhrif á svefninn.Vísir/Vilhelm Ég er líklega með greininguna vinnualki þannig að ég er mjög oft aðeins að kíkja á eitthvað og skrifa eitthvað hjá mér Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Tja, það er smá breytilegt en ég elska smá að vera laus við allt at í lok dags. Ég er líklega með greininguna vinnualki þannig að ég er mjög oft aðeins að kíkja á eitthvað og skrifa eitthvað hjá mér. En ég hætti að drekka kaffi í fyrra sem var líklega ein besta breyting í svefnvenjum sem ég hef upplifað. Það hafði þau áhrif að ég verð bara hreinlega að fara fyrr að sofa og ég elska þegar ég næ að vera komin upp í klukkan 11. Ég er yfirleitt sofnuð á þremur mínútum.“ Í lokin spyrjum við Þorbjörgu hvernig henni finnist að búa í Kaupmannahöfn. „Það er alveg einstakt að geta boðið börnunum sínum upp á þetta en þessi ákvörðun var tekin þegar ég fann að mig langaði ekki að vera að fljúga svona oft frá þeim. Auðvitað snýst þetta smá við, ég fer heim að vinna, en ég er miklu meira með þeim núna. Nú er að vísu skólalokun og kannski fáum við bara alveg nóg af hvoru öðru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kaffispjallið Tengdar fréttir Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00 Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég bóka mig hins vegar of mikið og er með einhverja draumsýn um að laga það á næstunni,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir um skipulagið í vinnunni en hún og eiginmaður búa í Kaupmannahöfn þangað sem þau fluttu tímabundið með tvö af fjórum börnum sínum. Það gerðu þau til frekari uppbyggingar á fyrirtækinu Köru Connect sem er stafræn vinnustöð. Þorbjörg segir mikið að gera þessa dagana í kjölfar kórónuveirunnar því hér heima og erlendis eru margir að gera ráðstafanir til að verja sérfræðinga sína frá smiti. Með Köru Connect geta sérfræðingar haldið örugga fjarfundi en viðskiptavinir Köru Connect eru sérfræðingar í heilsu, velferð og menntaþjónustu. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tekur kaffispjallið með okkur þennan laugardagsmorgunn. Þétt vinnuvika er að baki hér á Íslandi þar sem hver dagur var nýttur til hins ítrasta í fundi og samningagerð. Í kaffispjalli um helgar spyrjum við fólk alltaf hvenær það vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og um það hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna, verkefnin og skipulagið og í þetta sinn biðjum við líka um góð ráð fyrir fólk í nýsköpun. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um kl. 07 á morgnana og ræsi yngstu börnin með vinsælustu lögunum. Það svínvirkar og sparar ótrúlega mikið tuð. Ég kynnti einmitt fyrir þeim lagið „I don't like Mondays“ með Boomtown Rats. Ég viðurkenni að mánudagar geta reynst erfiðir.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég kíki á símann minn. Það er algjörlega hræðilegt en það er bara satt. Ég fletti í gegnum dótið mitt og sé hvað hefur gerst síðan ég lagði símann frá mér, sem er eiginlega alltaf ekkert. Síðan kíki ég hratt yfir erlenda miðla og svo íslenska. Svo eru það krakkarnir og oftast fæ ég mjög gómsætan hafragraut sem eiginmaðurinn minn gerir handa okkur öllum á morgnana. Ef ég þarf ekki að hlaupa á fund þá fæ ég mér góðan tebolla með haframjólk sem er uppáhaldið þennan vetur.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er alltaf að selja, ég stofnaði fyrir rúmum fjórum árum með frábæru teymi fyrirtækið Köru Connect sem er stafræn vinnustöð sérstaklega sniðin utan um öryggi í samskiptum fyrir sérfræðinga í heilbrigðis, velferðar og menntageiranum. Þessa dagana er gríðarleg aukning í eftirspurn út af þessum erfiða vírus því það er mikilvægt að verja alla sérfræðingana frá smiti. Þá kemur sér vel að geta haldið örugga fjarfundi í staðinn fyrir að taka áhættu á að fá smit á milli manna. Danir eru búnir að gefa út að allir eigi að nýta sér fjarheilbrigðistækni og mjög margir sérfræðingar þar eru að skrá sig inn þessa síðustu daga. Það er því mikið að gera hjá okkur sem er ánægjulegt. Það hefði nú verið gaman að sjá þetta gerast án þessarar pressu en svona gerast oft tæknibreytingar.“ Þorbjörg segir að fólk verði að vera duglegt að segja frá þegar það vinnur að nýsköpun því það þýði ekkert að sitja á skrifstofunni og bíða eftir að eitthvað gerist.Vísir/Vilhelm Maður kynnist fullt af flottu og þrautseigu fólki og allt öðruvísi en þínu hefðbundna saumaklúbbsumhverfi. Það er ótrúlega gaman Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem er að taka sín fyrstu skref með nýsköpunarfyrirtæki? „Ég myndi fyrst vilja segja þeim að njóta þess að eiga tækifæri til að fylgja áfram hugmynd sem þau telja að breyti einhverju til hins betra. Það getur allt gerst í þessu ferli en ef maður fylgir sannfæringu sinni allan tímann þá er þetta ferðalag frábært. Maður kynnist fullt af flottu og þrautseigu fólki og allt öðruvísi en þínu hefðbundna saumaklúbbsumhverfi. Það er ótrúlega gaman. Að lokum er alveg harðbannað að sitja á skrifstofunni og bíða eftir að einhver taki eftir manni, eina vitið er að vera stöðugt að segja frá hvað þú ert að gera og hugsa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er því miður ekki með neitt sérstakt kerfi. Ef ég er komin í óskipulag þá sest ég niður með bók og byrja að skrifa öll verkefnin. Ég er að vísu með mjög skipulagt dagatal og Köru teymið lærði fljótt að það varð að bóka mig til að ég mætti. Svo erum við hjónin með mörg dagatöl samhliða til að reyna að komast í gegnum allt saman. Ég bóka mig hins vegar of mikið og er með einhverja draumsýn um að laga það á næstunni. Mér finnst skemmtilegast að skipuleggja mig í stórum dráttum með teyminu mínu á töflunni og taka snúninga á alls konar hluti. Þemað mitt hefur lengi verið „plan is nothing, planning is everything“.“ Þorbjörg hætti að drekka kaffi í fyrra sem hún segir hafa haft góð áhrif á svefninn.Vísir/Vilhelm Ég er líklega með greininguna vinnualki þannig að ég er mjög oft aðeins að kíkja á eitthvað og skrifa eitthvað hjá mér Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Tja, það er smá breytilegt en ég elska smá að vera laus við allt at í lok dags. Ég er líklega með greininguna vinnualki þannig að ég er mjög oft aðeins að kíkja á eitthvað og skrifa eitthvað hjá mér. En ég hætti að drekka kaffi í fyrra sem var líklega ein besta breyting í svefnvenjum sem ég hef upplifað. Það hafði þau áhrif að ég verð bara hreinlega að fara fyrr að sofa og ég elska þegar ég næ að vera komin upp í klukkan 11. Ég er yfirleitt sofnuð á þremur mínútum.“ Í lokin spyrjum við Þorbjörgu hvernig henni finnist að búa í Kaupmannahöfn. „Það er alveg einstakt að geta boðið börnunum sínum upp á þetta en þessi ákvörðun var tekin þegar ég fann að mig langaði ekki að vera að fljúga svona oft frá þeim. Auðvitað snýst þetta smá við, ég fer heim að vinna, en ég er miklu meira með þeim núna. Nú er að vísu skólalokun og kannski fáum við bara alveg nóg af hvoru öðru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kaffispjallið Tengdar fréttir Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00 Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. 7. mars 2020 10:00
Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar. 29. febrúar 2020 10:00