Lífið

Sein­feld-leikarinn Richard Herd er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Richard Herd á frumsýningu Get Out árið 2017.
Richard Herd á frumsýningu Get Out árið 2017. Getty

Bandaríski leikarinn Richard Herd er látinn, 87 ára að aldri. Herd var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mr. Wilhelm sem var yfirmaður George Costanza hjá hafnaboltafélaginu New York Yankees.

Talsmaður Herd segir í samtali við TheWrap að Herd hafi látist af völdum krabbameins á heimili sínu í Los Angeles.

Herd fór með hlutverk Mr Wilhelm í nokkrum þáttaröðum Seinfeld, alls í ellefu þáttum.

Leiklistarferill Herd spannaði marga áratugi og fór hann með hlutverk John, leiðtoga geimveranna sem komu til jarðarinnar, í þáttunum V árið 1983 og svo aftur í V: The Final Battle ári síðar.

Hann fór einnig með hlutverk í þáttunum seaQuest DSV, Star Trek: Voyager og T.J. Hooker.

Á meðal kvikmynda Herd má nefna All the President’s Men, The China Syndrome, The Onion Field, I Never Promised You a Rose Garden og myndina Get Out frá árinu 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.