Fangelsaður fyrir að klípa í rass flugþjóns á leið til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2020 10:53 Maðurinn var á leið til Íslands með Easy Jet. Getty/Michael Kappeler Breskur togarasjómaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa kynferðislega áreitt flugþjón í flugi Easy-Jet til Íslands í október á síðasta ári. Breskir fjölmiðlar greina frá og segja að maðurinn hafi verið til vandræða í fluginu. Hann hafi falið karton af 400 sígarettum undir sæti sínu og brugðist ókvæða við þegar honum var tjáð að hann gæti ekki keypt meira áfengi um borð. Einn af flugþjónunum um borð bað sjómanninn þá um að hafa sig hægan, það endaði með því að maðurinn greip þéttingsfast um aðra rasskinn flugþjónsins. Þegar flugþjónninn lét sjómanninn vita að hann myndi tilkynna atvikið til lögreglu. „Þú ert ekki Breti ef þú heldur að þetta sé kynferðislegt ofbeldi,“ er maðurinn sagður hafa kallað á eftir flugþjóninum er hann var að ganga frá kvörtun vegna málsins. Var hann einnig sakaður um að hafa hreytt ókvæðisorðum að flugþjóninum og að hafa elt hann eftir gangi flugvélarinnar. Sjómaðurinn var handtekinn við komuna til Íslands og sendur rakleiðis aftur til Bretlands þar sem lögregla tók á móti honum í Manchester. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa áreitt flugþjóninn á kynferðislegan hátt. Hefur hann alls verið sakfelldur 30 sinnum fyrir 108 mismunandi brot á löngum sakaferli. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir hegðun sína um borð í flugvélinni auk þess sem að hann verður settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn í sjö ár. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Breskur togarasjómaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa kynferðislega áreitt flugþjón í flugi Easy-Jet til Íslands í október á síðasta ári. Breskir fjölmiðlar greina frá og segja að maðurinn hafi verið til vandræða í fluginu. Hann hafi falið karton af 400 sígarettum undir sæti sínu og brugðist ókvæða við þegar honum var tjáð að hann gæti ekki keypt meira áfengi um borð. Einn af flugþjónunum um borð bað sjómanninn þá um að hafa sig hægan, það endaði með því að maðurinn greip þéttingsfast um aðra rasskinn flugþjónsins. Þegar flugþjónninn lét sjómanninn vita að hann myndi tilkynna atvikið til lögreglu. „Þú ert ekki Breti ef þú heldur að þetta sé kynferðislegt ofbeldi,“ er maðurinn sagður hafa kallað á eftir flugþjóninum er hann var að ganga frá kvörtun vegna málsins. Var hann einnig sakaður um að hafa hreytt ókvæðisorðum að flugþjóninum og að hafa elt hann eftir gangi flugvélarinnar. Sjómaðurinn var handtekinn við komuna til Íslands og sendur rakleiðis aftur til Bretlands þar sem lögregla tók á móti honum í Manchester. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa áreitt flugþjóninn á kynferðislegan hátt. Hefur hann alls verið sakfelldur 30 sinnum fyrir 108 mismunandi brot á löngum sakaferli. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir hegðun sína um borð í flugvélinni auk þess sem að hann verður settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn í sjö ár.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira