Innlent

Svona var fjórtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Sylvía Hall skrifar
Upplýsingafundurinn hefst klukkan 14.
Upplýsingafundurinn hefst klukkan 14. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til reglulegs upplýsingafundar með fjölmiðlum klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3.

Á fundinum fóru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórnvalda og fleira.

Alls eru 138 smit staðfest hér á landi og rúmlega þúsund manns í sóttkví.

Einnig var fjallað um eldri borgara en það er einkar mikilvægur hópur í þeim aðgerðum sem miða að því að hefta útbreiðslu á áhrif veirunnar hér á landi. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, verður á fundinum til að ræða málefni þessa hóps.

Þá taldi Stefán Eiríksson útvarpsstjóri upp verkefni sem Ríkisútvarpið vinnur að.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×