Vonast til að draga úr umferð með heimavinnu starfsfólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 13:33 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. vísir/vihelm Mikill áhugi er sagður meðal starfsfólks Íslandsbanka að vinna heima hluta úr viku, eftir að fjarvinna var sett á oddinn í kórónuveirufaraldrinum. Það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Að sögn Íslandsbanka eru þegar hafnar tilraunir á því að láta fólk vinna heima hjá sér einn dag í viku. Stefnan er síðan sett á að innleiða heimavinnu á öllum sviðum bankans ef tilraunaverkefnið gefur góða raun. Bankinn segir tilraunaverkefni sitt byggja á niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal starfsfólks eftir að meirihluta þess var gert að vinna heima frá sér vegna kórónuveirunnar. „Niðurstöðurnar sýna fram á mikinn áhuga starfsfólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félagsleg tengsl hafa haldist ágæt og afkastageta aukist í mörgum tilvikum,“ segir í orðsendingu Íslandsbanka um málið. Ekki aðeins muni heimavinna fólks minnka kolefnisfótspor bankans, því ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega þar þungt, heldur áætlar bankinn að heimavinnan muni einnig hafa jákvæð rekstraráhrif í för með sér. Til þess að draga úr útblæstrinum enn frekar segist Íslandsbanki hafa keypt fjölmörg rafhlaupahjól fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem það búi að rafbílaflota og öðrum grænum úrræðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, lætur hafa eftir sér að með aukinni heimavinnu taki bankinn skref í að bæta vinnuumhverfið, auka starfsánægju og draga úr umferð og mengun. Íslenskir bankar Samgöngur Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Mikill áhugi er sagður meðal starfsfólks Íslandsbanka að vinna heima hluta úr viku, eftir að fjarvinna var sett á oddinn í kórónuveirufaraldrinum. Það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Að sögn Íslandsbanka eru þegar hafnar tilraunir á því að láta fólk vinna heima hjá sér einn dag í viku. Stefnan er síðan sett á að innleiða heimavinnu á öllum sviðum bankans ef tilraunaverkefnið gefur góða raun. Bankinn segir tilraunaverkefni sitt byggja á niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal starfsfólks eftir að meirihluta þess var gert að vinna heima frá sér vegna kórónuveirunnar. „Niðurstöðurnar sýna fram á mikinn áhuga starfsfólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félagsleg tengsl hafa haldist ágæt og afkastageta aukist í mörgum tilvikum,“ segir í orðsendingu Íslandsbanka um málið. Ekki aðeins muni heimavinna fólks minnka kolefnisfótspor bankans, því ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega þar þungt, heldur áætlar bankinn að heimavinnan muni einnig hafa jákvæð rekstraráhrif í för með sér. Til þess að draga úr útblæstrinum enn frekar segist Íslandsbanki hafa keypt fjölmörg rafhlaupahjól fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem það búi að rafbílaflota og öðrum grænum úrræðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, lætur hafa eftir sér að með aukinni heimavinnu taki bankinn skref í að bæta vinnuumhverfið, auka starfsánægju og draga úr umferð og mengun.
Íslenskir bankar Samgöngur Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira