„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 22:00 Troy Deeney hefur ríka ástæðu til að vilja fara varlega enda með heilsu sonar síns í huga. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“. „Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál. Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00 Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“. „Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál. Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00 Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00
Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11
Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30