Óþolandi ástarfuglar: Vinsamlegast skiljið heilann eftir frammi á gangi Heiðar Sumarliðason skrifar 29. maí 2020 14:30 Issa Rae og Kumail Nanjiani lenda í kröppum dansi í kvikmyndinni The Lovebirds. Issa Rae og Kumail Nanjiani eru sjónvarpsáhorfendum að góðu kunn úr skemmtilegum hlutverkum í þáttunum Insecure og Silicon Valley. Það er því ekki furða að Netflix hafi ákveðið að veðja á þau og nú hefur gamanmyndin The Lovebirds verið frumsýnd á streymisveitunni. Hún fjallar um parið Leilani og Jibran, sem eru við það að hætta saman þegar þau keyra óvart á reiðhjólamann, sem rís á fætur og hjólar á brott. Því næst kemur maður sem segist vera lögreglumaður og tekur bíl þeirra traustataki. Hann nær reiðhjólmanninum og keyrir viljandi yfir hann...margoft, og stingur svo af þegar sírenur fara að væla í nágrenninu. Parið telur sig nú vera eftirlýst fyrir morðið á reiðhjólamanninum og leggur á flótta. Óþolandi ástarfuglar yfirheyra mann. Góðar og slæmar fréttir Varðandi The Lovebirds eru góðar fréttir og slæmar. Byrjum á þeim góðu. Myndin er oft bráðfyndin og framvindan það hröð að hvergi er dauður punktur, hún er því prýðilegasta skemmtun. Ef það er nóg fyrir þig, þá er best að hætta að lesa bara hér og fara að horfa. En þar sem verið er að borga mér fyrir að rýna í kvikmyndir af einhverri alvöru, þá verð ég víst að flytja slæmu fréttirnar líka. The Lovebirds er á margan hátt ekki góð kvikmynd. Það var greinilega voðalega gaman hjá leikurunum þegar verið var að taka hana upp, svo gaman að leikstjóri myndarinnar missti greinilega öll tök, því hún er hroðvirknisleg á mjög mörgum stigum. Verst af öllu er leikurinn, sérstaklega hjá Rae, en hún getur vart stillt sig um að flissa í senum þar sem það á engan veginn við. Það er líkt og þau telji myndinni til tekna að virka eins og improv-sýning. Kumail í hlutverki sínu í Silicon Valley. Spunaleikarinn eyðilagði bandarísku gamanmyndina Ég ákvað að gúggla leikstjórann, Michael Showalter, og viti menn, hann er einn af stofnendum improv-hópsins Stella. Sjálfur hef ég ekkert á móti improv-hópum, en það er staður og stund fyrir allt. Reyndar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að improv sé að ganga að amerísku gamanmyndinni dauðri. Það er alltaf hægt að sjá þegar improv-fólkið hefur tekið yfir verkefnið, þá hættir það að virka sem kvikmynd og verður að orðalengingum og þvælu. Það eru þó nokkur þannig andartök í The Lovebirds, sem ég rétt svo náði að leiða hjá mér. Niðurstaðan er u.þ.b. 50/50 varðandi hvort senurnar hitta í mark, eða enda upp í röð Ö. Það er líkt og að aðstandendurnir treysti ekki efninu og telji sig þurfa að bólstra allar senur þar til saumarnir eru farnir að rifna. Stundum er allt í lagi að treysta bara efninu og leyfa persónunum að njóta sín, án þess að grafa undan dramatúrgíu sögunnar. Og já, þó svo að þetta sé gamanmynd, inniheldur hún persónur, sem áhorfandinn vill tengjast og trúa á. Það er ekki hægt ef leikari er flissandi í miðju alvarlegu rifrildi. Issa í hlutverki sínu í Insecure, sem Stöð 2 sýnir þessa dagana. Elska Issu og Kumail Ég elska Issu Rae og Kumail Nanjiani í hlutverkum sínum í Insecure og Silicon Valley, en þau ná ekki að fóta sig hér, því miður. Það er greinilega alltof mikið verið að spinna á staðnum og langar samtalssenur ganga ekki upp, því þær virka hreinlega falskar. Helsti veikleikinn er þó absúrdismi sögunnar sjálfrar, það er ekki heil brú í henni. Svo á að spartla í það með því að láta aðrar persónur segja: „This doesn´t make sense.“ Það er líkt og verið sé að reyna að gera tvær bíómyndir í einni. Eina með hefðbundinni dramatískri uppbyggingu, þar sem við eigum að upplifa samhyggð með persónunum og aðra sem á að vera gjörsamlega absúrd. Hér á að geyma kökuna og borða hana líka. Ég er eiginlega kominn með samviskubit yfir því að vera að skrifa svona illa um kvikmynd sem ég í raun naut þess að horfa á, því þrátt fyrir alla gallana voru þetta ánægjulegar 90 mínútur og töluvert skárra en margt af því sem Netflix er að bjóða upp á þessa dagana. Þetta er a.m.k. þolanlegra efni en Adam Sandler-myndirnar þeirra. Niðurstaða: Þrjár stjörnur. Ánægjuleg en sjúskuð gamanmynd frá Netflix. Skiljið heilann eftir við svefnherbergis-/stofudyrnar og þetta ætti að sleppa. Stjörnubíó Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Issa Rae og Kumail Nanjiani eru sjónvarpsáhorfendum að góðu kunn úr skemmtilegum hlutverkum í þáttunum Insecure og Silicon Valley. Það er því ekki furða að Netflix hafi ákveðið að veðja á þau og nú hefur gamanmyndin The Lovebirds verið frumsýnd á streymisveitunni. Hún fjallar um parið Leilani og Jibran, sem eru við það að hætta saman þegar þau keyra óvart á reiðhjólamann, sem rís á fætur og hjólar á brott. Því næst kemur maður sem segist vera lögreglumaður og tekur bíl þeirra traustataki. Hann nær reiðhjólmanninum og keyrir viljandi yfir hann...margoft, og stingur svo af þegar sírenur fara að væla í nágrenninu. Parið telur sig nú vera eftirlýst fyrir morðið á reiðhjólamanninum og leggur á flótta. Óþolandi ástarfuglar yfirheyra mann. Góðar og slæmar fréttir Varðandi The Lovebirds eru góðar fréttir og slæmar. Byrjum á þeim góðu. Myndin er oft bráðfyndin og framvindan það hröð að hvergi er dauður punktur, hún er því prýðilegasta skemmtun. Ef það er nóg fyrir þig, þá er best að hætta að lesa bara hér og fara að horfa. En þar sem verið er að borga mér fyrir að rýna í kvikmyndir af einhverri alvöru, þá verð ég víst að flytja slæmu fréttirnar líka. The Lovebirds er á margan hátt ekki góð kvikmynd. Það var greinilega voðalega gaman hjá leikurunum þegar verið var að taka hana upp, svo gaman að leikstjóri myndarinnar missti greinilega öll tök, því hún er hroðvirknisleg á mjög mörgum stigum. Verst af öllu er leikurinn, sérstaklega hjá Rae, en hún getur vart stillt sig um að flissa í senum þar sem það á engan veginn við. Það er líkt og þau telji myndinni til tekna að virka eins og improv-sýning. Kumail í hlutverki sínu í Silicon Valley. Spunaleikarinn eyðilagði bandarísku gamanmyndina Ég ákvað að gúggla leikstjórann, Michael Showalter, og viti menn, hann er einn af stofnendum improv-hópsins Stella. Sjálfur hef ég ekkert á móti improv-hópum, en það er staður og stund fyrir allt. Reyndar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að improv sé að ganga að amerísku gamanmyndinni dauðri. Það er alltaf hægt að sjá þegar improv-fólkið hefur tekið yfir verkefnið, þá hættir það að virka sem kvikmynd og verður að orðalengingum og þvælu. Það eru þó nokkur þannig andartök í The Lovebirds, sem ég rétt svo náði að leiða hjá mér. Niðurstaðan er u.þ.b. 50/50 varðandi hvort senurnar hitta í mark, eða enda upp í röð Ö. Það er líkt og að aðstandendurnir treysti ekki efninu og telji sig þurfa að bólstra allar senur þar til saumarnir eru farnir að rifna. Stundum er allt í lagi að treysta bara efninu og leyfa persónunum að njóta sín, án þess að grafa undan dramatúrgíu sögunnar. Og já, þó svo að þetta sé gamanmynd, inniheldur hún persónur, sem áhorfandinn vill tengjast og trúa á. Það er ekki hægt ef leikari er flissandi í miðju alvarlegu rifrildi. Issa í hlutverki sínu í Insecure, sem Stöð 2 sýnir þessa dagana. Elska Issu og Kumail Ég elska Issu Rae og Kumail Nanjiani í hlutverkum sínum í Insecure og Silicon Valley, en þau ná ekki að fóta sig hér, því miður. Það er greinilega alltof mikið verið að spinna á staðnum og langar samtalssenur ganga ekki upp, því þær virka hreinlega falskar. Helsti veikleikinn er þó absúrdismi sögunnar sjálfrar, það er ekki heil brú í henni. Svo á að spartla í það með því að láta aðrar persónur segja: „This doesn´t make sense.“ Það er líkt og verið sé að reyna að gera tvær bíómyndir í einni. Eina með hefðbundinni dramatískri uppbyggingu, þar sem við eigum að upplifa samhyggð með persónunum og aðra sem á að vera gjörsamlega absúrd. Hér á að geyma kökuna og borða hana líka. Ég er eiginlega kominn með samviskubit yfir því að vera að skrifa svona illa um kvikmynd sem ég í raun naut þess að horfa á, því þrátt fyrir alla gallana voru þetta ánægjulegar 90 mínútur og töluvert skárra en margt af því sem Netflix er að bjóða upp á þessa dagana. Þetta er a.m.k. þolanlegra efni en Adam Sandler-myndirnar þeirra. Niðurstaða: Þrjár stjörnur. Ánægjuleg en sjúskuð gamanmynd frá Netflix. Skiljið heilann eftir við svefnherbergis-/stofudyrnar og þetta ætti að sleppa.
Stjörnubíó Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira