Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. maí 2020 11:12 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, er meðal þeirra sem taka á sig launaskerðingu vegna tekjufalls fyrirtækisins. stöð 2 „Við höfum það ekkert sérstaklega gott. Þetta er náttúrulega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum starfsferli, að segja upp þessu fólki. Þetta er auðvitað frábær starfsmannahópur sem starfar hjá Bláa lóninu og við erum í þessu uppsagnarferli núna og viðbrögð míns fólks hafa verið eins og ég átti von á. Það standa allir með okkur og við ætlum að komast saman í gegnum þetta.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um þá ákvörðun að segja upp rúmlega 400 starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Hann segir uppsagnirnar fyrirvaralausar en að vonir stjórnenda Bláa lónsins standi til til að hægt verði að hafa „aðgang að öllum okkar starfsmannahópi þegar birtir til.“ 100 starfmenn eftir Hann, aðrir stjórnendur og þau sem eftir starfa hjá fyrirtækinu muni taka á sig launaskerðingu enda sé tekjufallið gríðarlegt að sögn Gríms. „Það eru rúmlega 100 manns sem munu halda áfram störfum í fyrirtækinu og þau taka öll á sig launaskerðingu. Þar mun forstjóri og stjórn lækka laun sín um 30 prósent, framkvæmdastjórn um 25 prósent og aðrir minna. Þannig að það munu allir taka á sig skerðingu sem að halda áfram störfum,“ segir Grímur. Fyrirtækið sé hætt að nýta sér hlutabótaleiðina en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þess verði óskað að ríkið greiða hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Vilja landann í lónið Aðspurður um hvað viðsnúningurinn þarf að vera mikill til að Bláa lónið ráði starfsmennina aftur segir Grímur að það hafi ekki verið lagt mat á það sérstaklega. „En það er auðvelt fyrir fólk að átta sig á því að á síðasta ári þá vorum við að fá yfir eina milljón gesta í Bláa lónið. Þannig að auðvitað horfir maður til þess að það taki einhver misseri að ná fyrri styrk hvað það varðar. Í þessum efnum erum við að búa okkur undir það versta en vona það besta.“ Stefnt er að því að opna Bláa lónið 19. júní næstkomandi og segir Grímur að reynt verði að höfða til Íslendinga í sumar - „og vera í stakk búin til að taka á móti öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. Að sjálfsögðu munum við vera með markaðsátak í þessum efnum og reyna að höfða til landans að njóta Bláa lónsins.“ Ferðamennska á Íslandi Grindavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Við höfum það ekkert sérstaklega gott. Þetta er náttúrulega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum starfsferli, að segja upp þessu fólki. Þetta er auðvitað frábær starfsmannahópur sem starfar hjá Bláa lóninu og við erum í þessu uppsagnarferli núna og viðbrögð míns fólks hafa verið eins og ég átti von á. Það standa allir með okkur og við ætlum að komast saman í gegnum þetta.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um þá ákvörðun að segja upp rúmlega 400 starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Hann segir uppsagnirnar fyrirvaralausar en að vonir stjórnenda Bláa lónsins standi til til að hægt verði að hafa „aðgang að öllum okkar starfsmannahópi þegar birtir til.“ 100 starfmenn eftir Hann, aðrir stjórnendur og þau sem eftir starfa hjá fyrirtækinu muni taka á sig launaskerðingu enda sé tekjufallið gríðarlegt að sögn Gríms. „Það eru rúmlega 100 manns sem munu halda áfram störfum í fyrirtækinu og þau taka öll á sig launaskerðingu. Þar mun forstjóri og stjórn lækka laun sín um 30 prósent, framkvæmdastjórn um 25 prósent og aðrir minna. Þannig að það munu allir taka á sig skerðingu sem að halda áfram störfum,“ segir Grímur. Fyrirtækið sé hætt að nýta sér hlutabótaleiðina en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þess verði óskað að ríkið greiða hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Vilja landann í lónið Aðspurður um hvað viðsnúningurinn þarf að vera mikill til að Bláa lónið ráði starfsmennina aftur segir Grímur að það hafi ekki verið lagt mat á það sérstaklega. „En það er auðvelt fyrir fólk að átta sig á því að á síðasta ári þá vorum við að fá yfir eina milljón gesta í Bláa lónið. Þannig að auðvitað horfir maður til þess að það taki einhver misseri að ná fyrri styrk hvað það varðar. Í þessum efnum erum við að búa okkur undir það versta en vona það besta.“ Stefnt er að því að opna Bláa lónið 19. júní næstkomandi og segir Grímur að reynt verði að höfða til Íslendinga í sumar - „og vera í stakk búin til að taka á móti öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. Að sjálfsögðu munum við vera með markaðsátak í þessum efnum og reyna að höfða til landans að njóta Bláa lónsins.“
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51