Gjaldþrot aukast og margir biðja um greiðslufresti á lánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2020 18:55 Gjaldþrotum hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Vísir/Hafsteinn Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um tæpan þriðjung milli ára. Þá hafa fimm til sex þúsund einstaklingar farið fram á greiðslufrest lána hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja telur bankana hafa getu til að leggjast á árarnar með fyrirtækjum og heimilum. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið gríðarlegum áhrifum hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu. Frá og með 23. mars gátu fyrirtæki sótt um tímabundna greiðslufresti á lánum hjá lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum vegna faraldursins. Frá þeim tíma hafa ríflega 1700 fyrirtæki sótt um greiðslufrest lána og milli 5-6 þúsund einstaklingar. Margir að endurfjármagna lán Seðlabankinn hefur frá áramótum lækkað stýrivexti um tvö prósentustig og í dag tilkynntu Íslandsbanki og Landsbanki um vaxtalækkanir. Fréttastofa sendi fyrirspurn á banka og lífeyrissjóði um hversu margir hafa endurfjármagnað fasteignalán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarna mánuði. Þau svör fengust hjá Landsbanka og Arion banka að eftirspurn eftir því hafi aukist. Hún jókst um tæpan þriðjung hjá Íslandsbanka og um 60% hjá Lífeyrissjóðnum Birtu. Brú, Gildi og Almenni lífeyrisjóðurinn hafa fengið á annað hundrað beiðnir um endurfjármagnanir en Lífsverk um 30. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fjármálastofnanir og lífeyrissjóði um hversu margir einstaklingar hafa sótt um að endurfjármagna lán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarið og fékk þessi svör. Visir/Hafsteinn Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér í febrúar og út apríl hafa gjaldþrot fyrirtækja aukist um tæpan þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Flest fyrirtækin eru í byggingastarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri. Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri SFF segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu.Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu. „Fjármálafyrirtækin búa yfir miklum styrk og geta þar með lagt heilmikið til til þess að minnka varanlegan skaða af þessum heimsfaraldri og það er það sem þau eru að leggja sig fram um. Við finnum það hér hjá SFF að það er mikill vilji til þess og fjölmörg úrræði sem eru tekin upp úr skúffunum til að vinna með heimilum og fyrirtækjum í landinu. Þá er verið að bíða eftir að reglugerð komi frá stjórnvöldum varðandi stuðningslán til fyrirtækja. Ég held að hún sé að verða tilbúin. Við eigum von á að þau lán geti farið hratt af stað,“ segir Katrín. Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28 Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07 Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um tæpan þriðjung milli ára. Þá hafa fimm til sex þúsund einstaklingar farið fram á greiðslufrest lána hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja telur bankana hafa getu til að leggjast á árarnar með fyrirtækjum og heimilum. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið gríðarlegum áhrifum hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu. Frá og með 23. mars gátu fyrirtæki sótt um tímabundna greiðslufresti á lánum hjá lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum vegna faraldursins. Frá þeim tíma hafa ríflega 1700 fyrirtæki sótt um greiðslufrest lána og milli 5-6 þúsund einstaklingar. Margir að endurfjármagna lán Seðlabankinn hefur frá áramótum lækkað stýrivexti um tvö prósentustig og í dag tilkynntu Íslandsbanki og Landsbanki um vaxtalækkanir. Fréttastofa sendi fyrirspurn á banka og lífeyrissjóði um hversu margir hafa endurfjármagnað fasteignalán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarna mánuði. Þau svör fengust hjá Landsbanka og Arion banka að eftirspurn eftir því hafi aukist. Hún jókst um tæpan þriðjung hjá Íslandsbanka og um 60% hjá Lífeyrissjóðnum Birtu. Brú, Gildi og Almenni lífeyrisjóðurinn hafa fengið á annað hundrað beiðnir um endurfjármagnanir en Lífsverk um 30. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fjármálastofnanir og lífeyrissjóði um hversu margir einstaklingar hafa sótt um að endurfjármagna lán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarið og fékk þessi svör. Visir/Hafsteinn Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér í febrúar og út apríl hafa gjaldþrot fyrirtækja aukist um tæpan þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Flest fyrirtækin eru í byggingastarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri. Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri SFF segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu.Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu. „Fjármálafyrirtækin búa yfir miklum styrk og geta þar með lagt heilmikið til til þess að minnka varanlegan skaða af þessum heimsfaraldri og það er það sem þau eru að leggja sig fram um. Við finnum það hér hjá SFF að það er mikill vilji til þess og fjölmörg úrræði sem eru tekin upp úr skúffunum til að vinna með heimilum og fyrirtækjum í landinu. Þá er verið að bíða eftir að reglugerð komi frá stjórnvöldum varðandi stuðningslán til fyrirtækja. Ég held að hún sé að verða tilbúin. Við eigum von á að þau lán geti farið hratt af stað,“ segir Katrín.
Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28 Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07 Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32
Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46
Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28
Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07
Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49