Gjaldþrot aukast og margir biðja um greiðslufresti á lánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2020 18:55 Gjaldþrotum hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Vísir/Hafsteinn Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um tæpan þriðjung milli ára. Þá hafa fimm til sex þúsund einstaklingar farið fram á greiðslufrest lána hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja telur bankana hafa getu til að leggjast á árarnar með fyrirtækjum og heimilum. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið gríðarlegum áhrifum hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu. Frá og með 23. mars gátu fyrirtæki sótt um tímabundna greiðslufresti á lánum hjá lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum vegna faraldursins. Frá þeim tíma hafa ríflega 1700 fyrirtæki sótt um greiðslufrest lána og milli 5-6 þúsund einstaklingar. Margir að endurfjármagna lán Seðlabankinn hefur frá áramótum lækkað stýrivexti um tvö prósentustig og í dag tilkynntu Íslandsbanki og Landsbanki um vaxtalækkanir. Fréttastofa sendi fyrirspurn á banka og lífeyrissjóði um hversu margir hafa endurfjármagnað fasteignalán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarna mánuði. Þau svör fengust hjá Landsbanka og Arion banka að eftirspurn eftir því hafi aukist. Hún jókst um tæpan þriðjung hjá Íslandsbanka og um 60% hjá Lífeyrissjóðnum Birtu. Brú, Gildi og Almenni lífeyrisjóðurinn hafa fengið á annað hundrað beiðnir um endurfjármagnanir en Lífsverk um 30. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fjármálastofnanir og lífeyrissjóði um hversu margir einstaklingar hafa sótt um að endurfjármagna lán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarið og fékk þessi svör. Visir/Hafsteinn Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér í febrúar og út apríl hafa gjaldþrot fyrirtækja aukist um tæpan þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Flest fyrirtækin eru í byggingastarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri. Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri SFF segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu.Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu. „Fjármálafyrirtækin búa yfir miklum styrk og geta þar með lagt heilmikið til til þess að minnka varanlegan skaða af þessum heimsfaraldri og það er það sem þau eru að leggja sig fram um. Við finnum það hér hjá SFF að það er mikill vilji til þess og fjölmörg úrræði sem eru tekin upp úr skúffunum til að vinna með heimilum og fyrirtækjum í landinu. Þá er verið að bíða eftir að reglugerð komi frá stjórnvöldum varðandi stuðningslán til fyrirtækja. Ég held að hún sé að verða tilbúin. Við eigum von á að þau lán geti farið hratt af stað,“ segir Katrín. Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28 Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07 Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49 Mest lesið Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um tæpan þriðjung milli ára. Þá hafa fimm til sex þúsund einstaklingar farið fram á greiðslufrest lána hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja telur bankana hafa getu til að leggjast á árarnar með fyrirtækjum og heimilum. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið gríðarlegum áhrifum hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu. Frá og með 23. mars gátu fyrirtæki sótt um tímabundna greiðslufresti á lánum hjá lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum vegna faraldursins. Frá þeim tíma hafa ríflega 1700 fyrirtæki sótt um greiðslufrest lána og milli 5-6 þúsund einstaklingar. Margir að endurfjármagna lán Seðlabankinn hefur frá áramótum lækkað stýrivexti um tvö prósentustig og í dag tilkynntu Íslandsbanki og Landsbanki um vaxtalækkanir. Fréttastofa sendi fyrirspurn á banka og lífeyrissjóði um hversu margir hafa endurfjármagnað fasteignalán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarna mánuði. Þau svör fengust hjá Landsbanka og Arion banka að eftirspurn eftir því hafi aukist. Hún jókst um tæpan þriðjung hjá Íslandsbanka og um 60% hjá Lífeyrissjóðnum Birtu. Brú, Gildi og Almenni lífeyrisjóðurinn hafa fengið á annað hundrað beiðnir um endurfjármagnanir en Lífsverk um 30. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fjármálastofnanir og lífeyrissjóði um hversu margir einstaklingar hafa sótt um að endurfjármagna lán sín í ljósi vaxtalækkana undanfarið og fékk þessi svör. Visir/Hafsteinn Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér í febrúar og út apríl hafa gjaldþrot fyrirtækja aukist um tæpan þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Flest fyrirtækin eru í byggingastarfsemi og í rekstri gististaða og veitingarekstri. Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri SFF segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu.Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir fjármálastofnanir vel í stakk búnar til að takast á við vandann í efnahagslífinu. „Fjármálafyrirtækin búa yfir miklum styrk og geta þar með lagt heilmikið til til þess að minnka varanlegan skaða af þessum heimsfaraldri og það er það sem þau eru að leggja sig fram um. Við finnum það hér hjá SFF að það er mikill vilji til þess og fjölmörg úrræði sem eru tekin upp úr skúffunum til að vinna með heimilum og fyrirtækjum í landinu. Þá er verið að bíða eftir að reglugerð komi frá stjórnvöldum varðandi stuðningslán til fyrirtækja. Ég held að hún sé að verða tilbúin. Við eigum von á að þau lán geti farið hratt af stað,“ segir Katrín.
Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28 Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07 Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49 Mest lesið Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32
Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46
Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Formaður VR segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. 27. maí 2020 19:28
Bankarnir enn undir vaxtafeldi Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. 27. maí 2020 11:07
Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“ Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ 28. maí 2020 18:49