Menning

Sturla Atlas mun fara með hlut­verk Rómeó

Atli Ísleifsson skrifar
Sturla Atlas og Ebba Katrín Finnsdóttir.
Sturla Atlas og Ebba Katrín Finnsdóttir. Þjóðleikhúsið

Sturla Atlas mun fara með hlutverk Rómeó í uppsetningu Þjóðleikhússins á verki William Shakespeare, Rómeó og Júlíu.

Sturla mun þar fara með aðalhlutverk á móti Ebbu Katrínu Finnsdóttur sem mun fara með hlutverk Júlíu.

Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Sturla Atlas, sem heitir Sigurbjartur Sturla Atlason réttu nafni, hafi verið valinn úr um hundrað manna hópi sem sótti prufur.

Sturla Atlas hefur verið áberandi bæði sem leikari og tónlistarmaður síðustu árin. Var hann útnefndur „bjartasta vonin“ á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016 og sendi nýverið frá sér plötuna Paranoia.

Þorleifur Örn Arnarsson mun leikstýra verkinu en áætlað er að það verði frumsýnt í mars 2021.


Tengdar fréttir

Júlía er fundin en nú hefst leitin að Rómeó

Þjóðleikhúsið undirbýr nú uppsetningu á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Sýningin verður frumsýnd í byrjun mars 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×