Mynt Wei Li reyndist ósvikin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 07:47 Wei Li reyndi að skipta myntinni í febrúar og sagðist ætla að reyna að fá myntinni skipt í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt Kínverjans Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem vísað er í skriflegu svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn. Mikla athygli vakti þegar Wei Li kom með um 170 kíló af íslenskri mynt til landsins og var verðmæti hennar 1,6 milljónir króna. Stór hluti myntarinnar var skemmd, en ferðamaðurinn sagðist hafa fengið myntina frá braskara í heimalandinu. Var hluti sagður hafa komið frá fyrirtæki sem kaupi samanpressaða bílar frá Íslandi. Wei Li reyndi að skipta myntinni í bönkum og tókst það á sumum stöðum, en eftir að grunsemdir vöknuðu var ákveðið að Seðlabankinn myndi senda hluta myntarinnar til rannsóknar hjá Royal Mint í Bretlandi þar sem íslensk mynt er slegin. Liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir. Löskuð mynt kínverska ferðamannsins og Íslandsvinarins Wei Li.Stöð 2 Wei Li segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða rannsóknarinnar komi sér ekki á óvart og að hann beri ekki kala til íslenskra banka sem sumir neituðu að taka við myntinni. Hann hafi notið sín á landinu og gefið hluta upphæðarinnar til Samhjálpar. Þá er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að bankinn enn standi fast á því að hann muni ekki taka við mynt ferðamannsins þar sem bankanum sé ekki skylt að taka við fjármunum frá fólki sem eigi ekki í viðskiptum við bankann. Enn sé óvissa um uppruna þeirra og bankinn þurfi að fara að ströngum reglum og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Íslandsvinir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt Kínverjans Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem vísað er í skriflegu svari frá Seðlabankanum við fyrirspurn. Mikla athygli vakti þegar Wei Li kom með um 170 kíló af íslenskri mynt til landsins og var verðmæti hennar 1,6 milljónir króna. Stór hluti myntarinnar var skemmd, en ferðamaðurinn sagðist hafa fengið myntina frá braskara í heimalandinu. Var hluti sagður hafa komið frá fyrirtæki sem kaupi samanpressaða bílar frá Íslandi. Wei Li reyndi að skipta myntinni í bönkum og tókst það á sumum stöðum, en eftir að grunsemdir vöknuðu var ákveðið að Seðlabankinn myndi senda hluta myntarinnar til rannsóknar hjá Royal Mint í Bretlandi þar sem íslensk mynt er slegin. Liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir. Löskuð mynt kínverska ferðamannsins og Íslandsvinarins Wei Li.Stöð 2 Wei Li segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða rannsóknarinnar komi sér ekki á óvart og að hann beri ekki kala til íslenskra banka sem sumir neituðu að taka við myntinni. Hann hafi notið sín á landinu og gefið hluta upphæðarinnar til Samhjálpar. Þá er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að bankinn enn standi fast á því að hann muni ekki taka við mynt ferðamannsins þar sem bankanum sé ekki skylt að taka við fjármunum frá fólki sem eigi ekki í viðskiptum við bankann. Enn sé óvissa um uppruna þeirra og bankinn þurfi að fara að ströngum reglum og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Íslandsvinir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira