Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 20:23 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Jessica Gow/EPA Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. Hann segir að upplýsingar sem síðar komu fram hefðu leitt til þess að ferðalangar frá Austurríki til Svíþjóðar hefðu verið prófaðir fyrir veirunni, líkt og gert var við þá sem komu til Svíþjóðar frá Ítalíu. Íslendingar eru meðal þeirra sem vöruðu við fjölda smitaðra sem komu frá austurríska bænum Ischgl. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska dagblaðsins Expressen. Þar er meðal annars dreginn fram munurinn á viðbrögðum Svía og Íslendinga þegar fregnir tóku að berast af því að fólk sem hefði verið statt í skíðabænum Ischgl hefði greinst með kórónuveiruna. Þar er sagt frá því hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Ischgl strax vita. Frá þeim fengust þó þau svör að „út frá læknisfræðilegu sjónarhorni“ væri ólíklegt að fólkið sem greindist hér á landi hefði smitast í Austurríki. „Íslendingarnir voru ekki sannfærðir,“ segir í Expressen. „Þegar fleiri tilfelli veirunnar greindust hjá fólki sem ferðast hafði frá Ischgl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands, og austurrísk stjórnvöld héldu áfram að neita fyrir tenginguna, ákvað Ísland að setja svæðið á lista áhættusvæða ásamt Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu.“ Aðra sögu var hins vegar að segja í Svíþjóð. Þar hafi sjónum heilbrigðisyfirvalda nánast eingöngu verið beint að Ítalíu, þrátt fyrir háværar viðvaranir hér á landi um að veiran leyndist víðar. Nú hefur Tegnell, eins og áður sagði, viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Covid-19 sjúkdómurinn hefur dregið alls 4.395 manns til dauða í Svíþjóð, þar af 45 síðasta sólarhringinn. Þannig hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins í landinu en á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. Hann segir að upplýsingar sem síðar komu fram hefðu leitt til þess að ferðalangar frá Austurríki til Svíþjóðar hefðu verið prófaðir fyrir veirunni, líkt og gert var við þá sem komu til Svíþjóðar frá Ítalíu. Íslendingar eru meðal þeirra sem vöruðu við fjölda smitaðra sem komu frá austurríska bænum Ischgl. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska dagblaðsins Expressen. Þar er meðal annars dreginn fram munurinn á viðbrögðum Svía og Íslendinga þegar fregnir tóku að berast af því að fólk sem hefði verið statt í skíðabænum Ischgl hefði greinst með kórónuveiruna. Þar er sagt frá því hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Ischgl strax vita. Frá þeim fengust þó þau svör að „út frá læknisfræðilegu sjónarhorni“ væri ólíklegt að fólkið sem greindist hér á landi hefði smitast í Austurríki. „Íslendingarnir voru ekki sannfærðir,“ segir í Expressen. „Þegar fleiri tilfelli veirunnar greindust hjá fólki sem ferðast hafði frá Ischgl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands, og austurrísk stjórnvöld héldu áfram að neita fyrir tenginguna, ákvað Ísland að setja svæðið á lista áhættusvæða ásamt Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu.“ Aðra sögu var hins vegar að segja í Svíþjóð. Þar hafi sjónum heilbrigðisyfirvalda nánast eingöngu verið beint að Ítalíu, þrátt fyrir háværar viðvaranir hér á landi um að veiran leyndist víðar. Nú hefur Tegnell, eins og áður sagði, viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Covid-19 sjúkdómurinn hefur dregið alls 4.395 manns til dauða í Svíþjóð, þar af 45 síðasta sólarhringinn. Þannig hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins í landinu en á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira