Endurmeta heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:01 Svandís segir mikla gæfu að sóttvarnalæknir Íslands sé réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum og ráðleggingum. Vísir/Vilhelm „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“ Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
„Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent