Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 15:35 Hluta Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs hefur nú verið breytt í varanlegar göngugötur. Vísir/Vilhelm Illa hefur gengið síðustu daga að tryggja að göngugötur í miðborginni haldist göngugötur. Í síðustu viku voru sett upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á að hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs sé nú orðinn að varanlegum göngugötum. Netverjar hafa margir vakið athygli á því að ökumenn hafi ekki virt þessar reglur og hafi jafnvel reynt að keyra á gangandi vegfarendur á göngugötunum. Gangandi vegfarendur fari ekki út á götuna því það sé svo mikil bílaumferð á göngugötunni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við fréttastofuna að hún hafi orðið vör við hve erfiðlega hafi gengið að halda götunum sem göngugötum. „Það sem við höfum séð er að ökumenn eru ekki að virða umferðarmerkingar og umferðarlögin. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að í okkar samfélagi sé staðan þannig að fólk virði ekki lögin og að fólk keyri á götu bara af því það er gata.“ Umferðarlögum var breytt nú um áramótin en í þeim felst að ökumenn sem eru með „p-merkta“ bíla geti keyrt á þessum göngugötum. Á Íslandi eru um átta þúsund bílar með þannig merkingu og segir Sigurborg mjög erfitt að framfylgja þessum umferðarlögum þar sem göturnar eru enn opnar og auðvelt fyrir ökumenn að keyra eftir götunum. „Það sem við getum gert er að skilta og gefa til kynna að ökumaður eigi ekki að keyra þarna inn.“ Þá segir hún líklegt að ráðist verði í úrbætur á göngugötunum, þangað verði settir blómapottar og bekkir til að gefa til kynna að ekki eigi að aka á götunum. „Ef það dugir ekki þá þarf að fara í frekari framkvæmdir,“ segir Sigurborg. „Rétt í þessu var ég að labba niður Skólavörðustíginn og það kom bíll, keyrði svona hálfum meter á eftir mér. Þegar ég hélt áfram að ganga Laugaveginn kallaði hún á mig að ég væri að labba á götunni. Ég sagði henni vingjarnlega að þetta væri göngugata,“ skrifar Nanna Hermannsdóttir á Twitter. „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið,“ bætir Nanna við. Það má með sanni segja að Twitter logi þessa stundina með reynslusögum fólks sem lesa má hér að neðan. Ég er, því miður, at it again "Sæll þetta er göngugata""Nei""...jú""Nei""Jú jú, það er skilti þarna sem þú keyrðir framhjá""Nei""Jú, og annað á næstu gatnamótum""Síðan hvenær?""Síðustu viku eða e-ð""Já ok""Getur beygt til vinstri næst""Geri það"Hann gerði það ekki pic.twitter.com/7wTSrjtGlq— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 31, 2020 Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Gangandi vegfarendur fara ekki út á götuna því það er svo mikil bílaumferð á GÖNGUGÖTUNNI.Ég er brjáluð og ég skil ekki afhverju löggan plantar sér ekki þarna í nokkra daga og sektar. Það ætti ekki að þurfa meira til. 3/3@logreglan— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 30, 2020 Ég geri 100% ráð fyrir því að þurfa að taka á þessum aðstæðum og tek þess vegna myndir af LITERAL INNAKSTUR BANNAÐUR skiltunum áður en ég geng inn á þessi svæði. Ég er í alvörunni forvitinn að sjá sprunguna sem kemur í sjálfsímyndina þegar viðkomandi góðborgari réttlætir lögbrot. pic.twitter.com/a7Uje9K17K— Kristleifur Daðason (@kristleifur) May 31, 2020 Saman á rúntinum #göngugotur @logreglan pic.twitter.com/reFHYBqSZl— Thora (@Erkitekt) May 31, 2020 Ertu til í að vera með í að mótmæla því að Laugavegur sé ekki enn orðin göngugata með því að mótmæla og setjast bara á sólstóla þar? Segjum í næstu viku einhverntima þegar ekki rignir. Til? Mátt líka kommenta.— MaggaBest (@margrethugrun) May 30, 2020 Reykjavík Göngugötur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Illa hefur gengið síðustu daga að tryggja að göngugötur í miðborginni haldist göngugötur. Í síðustu viku voru sett upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á að hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs sé nú orðinn að varanlegum göngugötum. Netverjar hafa margir vakið athygli á því að ökumenn hafi ekki virt þessar reglur og hafi jafnvel reynt að keyra á gangandi vegfarendur á göngugötunum. Gangandi vegfarendur fari ekki út á götuna því það sé svo mikil bílaumferð á göngugötunni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við fréttastofuna að hún hafi orðið vör við hve erfiðlega hafi gengið að halda götunum sem göngugötum. „Það sem við höfum séð er að ökumenn eru ekki að virða umferðarmerkingar og umferðarlögin. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að í okkar samfélagi sé staðan þannig að fólk virði ekki lögin og að fólk keyri á götu bara af því það er gata.“ Umferðarlögum var breytt nú um áramótin en í þeim felst að ökumenn sem eru með „p-merkta“ bíla geti keyrt á þessum göngugötum. Á Íslandi eru um átta þúsund bílar með þannig merkingu og segir Sigurborg mjög erfitt að framfylgja þessum umferðarlögum þar sem göturnar eru enn opnar og auðvelt fyrir ökumenn að keyra eftir götunum. „Það sem við getum gert er að skilta og gefa til kynna að ökumaður eigi ekki að keyra þarna inn.“ Þá segir hún líklegt að ráðist verði í úrbætur á göngugötunum, þangað verði settir blómapottar og bekkir til að gefa til kynna að ekki eigi að aka á götunum. „Ef það dugir ekki þá þarf að fara í frekari framkvæmdir,“ segir Sigurborg. „Rétt í þessu var ég að labba niður Skólavörðustíginn og það kom bíll, keyrði svona hálfum meter á eftir mér. Þegar ég hélt áfram að ganga Laugaveginn kallaði hún á mig að ég væri að labba á götunni. Ég sagði henni vingjarnlega að þetta væri göngugata,“ skrifar Nanna Hermannsdóttir á Twitter. „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið,“ bætir Nanna við. Það má með sanni segja að Twitter logi þessa stundina með reynslusögum fólks sem lesa má hér að neðan. Ég er, því miður, at it again "Sæll þetta er göngugata""Nei""...jú""Nei""Jú jú, það er skilti þarna sem þú keyrðir framhjá""Nei""Jú, og annað á næstu gatnamótum""Síðan hvenær?""Síðustu viku eða e-ð""Já ok""Getur beygt til vinstri næst""Geri það"Hann gerði það ekki pic.twitter.com/7wTSrjtGlq— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 31, 2020 Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Gangandi vegfarendur fara ekki út á götuna því það er svo mikil bílaumferð á GÖNGUGÖTUNNI.Ég er brjáluð og ég skil ekki afhverju löggan plantar sér ekki þarna í nokkra daga og sektar. Það ætti ekki að þurfa meira til. 3/3@logreglan— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 30, 2020 Ég geri 100% ráð fyrir því að þurfa að taka á þessum aðstæðum og tek þess vegna myndir af LITERAL INNAKSTUR BANNAÐUR skiltunum áður en ég geng inn á þessi svæði. Ég er í alvörunni forvitinn að sjá sprunguna sem kemur í sjálfsímyndina þegar viðkomandi góðborgari réttlætir lögbrot. pic.twitter.com/a7Uje9K17K— Kristleifur Daðason (@kristleifur) May 31, 2020 Saman á rúntinum #göngugotur @logreglan pic.twitter.com/reFHYBqSZl— Thora (@Erkitekt) May 31, 2020 Ertu til í að vera með í að mótmæla því að Laugavegur sé ekki enn orðin göngugata með því að mótmæla og setjast bara á sólstóla þar? Segjum í næstu viku einhverntima þegar ekki rignir. Til? Mátt líka kommenta.— MaggaBest (@margrethugrun) May 30, 2020
Reykjavík Göngugötur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“