Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 15:35 Hluta Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs hefur nú verið breytt í varanlegar göngugötur. Vísir/Vilhelm Illa hefur gengið síðustu daga að tryggja að göngugötur í miðborginni haldist göngugötur. Í síðustu viku voru sett upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á að hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs sé nú orðinn að varanlegum göngugötum. Netverjar hafa margir vakið athygli á því að ökumenn hafi ekki virt þessar reglur og hafi jafnvel reynt að keyra á gangandi vegfarendur á göngugötunum. Gangandi vegfarendur fari ekki út á götuna því það sé svo mikil bílaumferð á göngugötunni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við fréttastofuna að hún hafi orðið vör við hve erfiðlega hafi gengið að halda götunum sem göngugötum. „Það sem við höfum séð er að ökumenn eru ekki að virða umferðarmerkingar og umferðarlögin. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að í okkar samfélagi sé staðan þannig að fólk virði ekki lögin og að fólk keyri á götu bara af því það er gata.“ Umferðarlögum var breytt nú um áramótin en í þeim felst að ökumenn sem eru með „p-merkta“ bíla geti keyrt á þessum göngugötum. Á Íslandi eru um átta þúsund bílar með þannig merkingu og segir Sigurborg mjög erfitt að framfylgja þessum umferðarlögum þar sem göturnar eru enn opnar og auðvelt fyrir ökumenn að keyra eftir götunum. „Það sem við getum gert er að skilta og gefa til kynna að ökumaður eigi ekki að keyra þarna inn.“ Þá segir hún líklegt að ráðist verði í úrbætur á göngugötunum, þangað verði settir blómapottar og bekkir til að gefa til kynna að ekki eigi að aka á götunum. „Ef það dugir ekki þá þarf að fara í frekari framkvæmdir,“ segir Sigurborg. „Rétt í þessu var ég að labba niður Skólavörðustíginn og það kom bíll, keyrði svona hálfum meter á eftir mér. Þegar ég hélt áfram að ganga Laugaveginn kallaði hún á mig að ég væri að labba á götunni. Ég sagði henni vingjarnlega að þetta væri göngugata,“ skrifar Nanna Hermannsdóttir á Twitter. „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið,“ bætir Nanna við. Það má með sanni segja að Twitter logi þessa stundina með reynslusögum fólks sem lesa má hér að neðan. Ég er, því miður, at it again "Sæll þetta er göngugata""Nei""...jú""Nei""Jú jú, það er skilti þarna sem þú keyrðir framhjá""Nei""Jú, og annað á næstu gatnamótum""Síðan hvenær?""Síðustu viku eða e-ð""Já ok""Getur beygt til vinstri næst""Geri það"Hann gerði það ekki pic.twitter.com/7wTSrjtGlq— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 31, 2020 Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Gangandi vegfarendur fara ekki út á götuna því það er svo mikil bílaumferð á GÖNGUGÖTUNNI.Ég er brjáluð og ég skil ekki afhverju löggan plantar sér ekki þarna í nokkra daga og sektar. Það ætti ekki að þurfa meira til. 3/3@logreglan— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 30, 2020 Ég geri 100% ráð fyrir því að þurfa að taka á þessum aðstæðum og tek þess vegna myndir af LITERAL INNAKSTUR BANNAÐUR skiltunum áður en ég geng inn á þessi svæði. Ég er í alvörunni forvitinn að sjá sprunguna sem kemur í sjálfsímyndina þegar viðkomandi góðborgari réttlætir lögbrot. pic.twitter.com/a7Uje9K17K— Kristleifur Daðason (@kristleifur) May 31, 2020 Saman á rúntinum #göngugotur @logreglan pic.twitter.com/reFHYBqSZl— Thora (@Erkitekt) May 31, 2020 Ertu til í að vera með í að mótmæla því að Laugavegur sé ekki enn orðin göngugata með því að mótmæla og setjast bara á sólstóla þar? Segjum í næstu viku einhverntima þegar ekki rignir. Til? Mátt líka kommenta.— MaggaBest (@margrethugrun) May 30, 2020 Reykjavík Göngugötur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Illa hefur gengið síðustu daga að tryggja að göngugötur í miðborginni haldist göngugötur. Í síðustu viku voru sett upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á að hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs sé nú orðinn að varanlegum göngugötum. Netverjar hafa margir vakið athygli á því að ökumenn hafi ekki virt þessar reglur og hafi jafnvel reynt að keyra á gangandi vegfarendur á göngugötunum. Gangandi vegfarendur fari ekki út á götuna því það sé svo mikil bílaumferð á göngugötunni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við fréttastofuna að hún hafi orðið vör við hve erfiðlega hafi gengið að halda götunum sem göngugötum. „Það sem við höfum séð er að ökumenn eru ekki að virða umferðarmerkingar og umferðarlögin. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að í okkar samfélagi sé staðan þannig að fólk virði ekki lögin og að fólk keyri á götu bara af því það er gata.“ Umferðarlögum var breytt nú um áramótin en í þeim felst að ökumenn sem eru með „p-merkta“ bíla geti keyrt á þessum göngugötum. Á Íslandi eru um átta þúsund bílar með þannig merkingu og segir Sigurborg mjög erfitt að framfylgja þessum umferðarlögum þar sem göturnar eru enn opnar og auðvelt fyrir ökumenn að keyra eftir götunum. „Það sem við getum gert er að skilta og gefa til kynna að ökumaður eigi ekki að keyra þarna inn.“ Þá segir hún líklegt að ráðist verði í úrbætur á göngugötunum, þangað verði settir blómapottar og bekkir til að gefa til kynna að ekki eigi að aka á götunum. „Ef það dugir ekki þá þarf að fara í frekari framkvæmdir,“ segir Sigurborg. „Rétt í þessu var ég að labba niður Skólavörðustíginn og það kom bíll, keyrði svona hálfum meter á eftir mér. Þegar ég hélt áfram að ganga Laugaveginn kallaði hún á mig að ég væri að labba á götunni. Ég sagði henni vingjarnlega að þetta væri göngugata,“ skrifar Nanna Hermannsdóttir á Twitter. „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið,“ bætir Nanna við. Það má með sanni segja að Twitter logi þessa stundina með reynslusögum fólks sem lesa má hér að neðan. Ég er, því miður, at it again "Sæll þetta er göngugata""Nei""...jú""Nei""Jú jú, það er skilti þarna sem þú keyrðir framhjá""Nei""Jú, og annað á næstu gatnamótum""Síðan hvenær?""Síðustu viku eða e-ð""Já ok""Getur beygt til vinstri næst""Geri það"Hann gerði það ekki pic.twitter.com/7wTSrjtGlq— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 31, 2020 Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Gangandi vegfarendur fara ekki út á götuna því það er svo mikil bílaumferð á GÖNGUGÖTUNNI.Ég er brjáluð og ég skil ekki afhverju löggan plantar sér ekki þarna í nokkra daga og sektar. Það ætti ekki að þurfa meira til. 3/3@logreglan— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 30, 2020 Ég geri 100% ráð fyrir því að þurfa að taka á þessum aðstæðum og tek þess vegna myndir af LITERAL INNAKSTUR BANNAÐUR skiltunum áður en ég geng inn á þessi svæði. Ég er í alvörunni forvitinn að sjá sprunguna sem kemur í sjálfsímyndina þegar viðkomandi góðborgari réttlætir lögbrot. pic.twitter.com/a7Uje9K17K— Kristleifur Daðason (@kristleifur) May 31, 2020 Saman á rúntinum #göngugotur @logreglan pic.twitter.com/reFHYBqSZl— Thora (@Erkitekt) May 31, 2020 Ertu til í að vera með í að mótmæla því að Laugavegur sé ekki enn orðin göngugata með því að mótmæla og setjast bara á sólstóla þar? Segjum í næstu viku einhverntima þegar ekki rignir. Til? Mátt líka kommenta.— MaggaBest (@margrethugrun) May 30, 2020
Reykjavík Göngugötur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira