Bandaríski landsliðsþjálfarinn segir Trump forseta vera hugleysingja og fábjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 09:30 Gregg Popovich hefur þjálfað bandaríska landsliðið undanfarin ár auk þess að stýra liði San Antonio Spurs. EPA-EFE/ADAM S DAVIS Gregg Popovich hefur oft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta en nú er hann búinn að fá alveg nóg af forsetanum sínum eftir viðbrögð Trump við því sem er í gangi í landinu eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir harða og ómanneskjulega meðferð hjá hvítum lögreglumanni. Gregg Popovich er einn sigursælasti og virtasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta. Gregg Popovich mætti til Dave Zirin hjá The Nation og las pistillinn yfir Bandaríkjaforseta sem hann bæði kallaði hugleysingja og ruglaðan fábjána. Gregg Popovich calls Donald Trump "a deranged idiot." pic.twitter.com/d8XVQf97aK— Sporting News (@sportingnews) June 1, 2020 „Ef Trump væri með heila, jafnvel þótt að það væri 99 prósent kaldhæðni, þá myndi hann segja eitthvað til að sameina fólkið. Hann hefur bara engan áhuga á að sameina þjóðina. Ekki einu sinni núna. Það sýnir hversu ruglaður hann er. Þetta snýst allt um hann sjálfan. Þetta snýst allt um það hvað hann græðir persónulega. Þetta hefur aldrei snúist um almannaheill og þannig hefur þetta alltaf verið,“ sagði Gregg Popovich. Gregg Popovich hefur gert San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum og verið þrisvar sinnum kosinn besti þjálfari ársins í NBA. Undir hans stjórn hefur Spurs-liðið unnið 1245 deildarleiki og 170 leiki í úrslitakeppninni. „Það er svo augljóst hvað þarf að gerast. Við þurfum forseta til að koma fram og segja einfaldlega að líf svarta skipti máli („black lives matter“). Hann þarf bara að segja þessi þrjú ár. Hann mun ekki gera það og getur það ekki. Hann getur það ekki af því að það er mikilvægara fyrir hann að blíðka sinn litla stuðningsmannahóp sem hallast undir geðveiki hans,“ sagði Gregg Popovich. Wow. Coach Gregg Popovich *unloads* on Trump to @EdgeofSports. Calls him "deranged." Goes after Ted Cruz and Lindsey Graham. The works. https://t.co/olVt2EE8UQ pic.twitter.com/MCgKsXmsX0— Sopan Deb (@SopanDeb) June 1, 2020 „Þetta snýst samt um meira en Trump. Allt kerfið þarf að breytast,“ sagði Popovich en hann var ekki búinn að fá nóg af því að drulla yfir Donald Trump. „Hann sundrar ekki bara heldur er hann líka skemmdarvargur. Þú deyrð í návist hans. Hann mun éta þig lifandi til að ná fram sínum markmiðum. Mér ofbýður að við höfum leiðtoga sem getur ekki sagt að líf svartra skipti máli. Þess vegna felur hann sig í kjallara Hvíta hússins. Hann er hugleysingi. Hann býr til kringumstæður og hleypur síðan í burtu eins og smákrakki. Ég held að það sé best að láta eins og hann sé ekki þarna. Það er ekkert sem hann getur gert sem mun laga ástandið af því að hann er bara ruglaður fábjáni,“ sagði Gregg Popovich. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Gregg Popovich hefur oft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta en nú er hann búinn að fá alveg nóg af forsetanum sínum eftir viðbrögð Trump við því sem er í gangi í landinu eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir harða og ómanneskjulega meðferð hjá hvítum lögreglumanni. Gregg Popovich er einn sigursælasti og virtasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta. Gregg Popovich mætti til Dave Zirin hjá The Nation og las pistillinn yfir Bandaríkjaforseta sem hann bæði kallaði hugleysingja og ruglaðan fábjána. Gregg Popovich calls Donald Trump "a deranged idiot." pic.twitter.com/d8XVQf97aK— Sporting News (@sportingnews) June 1, 2020 „Ef Trump væri með heila, jafnvel þótt að það væri 99 prósent kaldhæðni, þá myndi hann segja eitthvað til að sameina fólkið. Hann hefur bara engan áhuga á að sameina þjóðina. Ekki einu sinni núna. Það sýnir hversu ruglaður hann er. Þetta snýst allt um hann sjálfan. Þetta snýst allt um það hvað hann græðir persónulega. Þetta hefur aldrei snúist um almannaheill og þannig hefur þetta alltaf verið,“ sagði Gregg Popovich. Gregg Popovich hefur gert San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum og verið þrisvar sinnum kosinn besti þjálfari ársins í NBA. Undir hans stjórn hefur Spurs-liðið unnið 1245 deildarleiki og 170 leiki í úrslitakeppninni. „Það er svo augljóst hvað þarf að gerast. Við þurfum forseta til að koma fram og segja einfaldlega að líf svarta skipti máli („black lives matter“). Hann þarf bara að segja þessi þrjú ár. Hann mun ekki gera það og getur það ekki. Hann getur það ekki af því að það er mikilvægara fyrir hann að blíðka sinn litla stuðningsmannahóp sem hallast undir geðveiki hans,“ sagði Gregg Popovich. Wow. Coach Gregg Popovich *unloads* on Trump to @EdgeofSports. Calls him "deranged." Goes after Ted Cruz and Lindsey Graham. The works. https://t.co/olVt2EE8UQ pic.twitter.com/MCgKsXmsX0— Sopan Deb (@SopanDeb) June 1, 2020 „Þetta snýst samt um meira en Trump. Allt kerfið þarf að breytast,“ sagði Popovich en hann var ekki búinn að fá nóg af því að drulla yfir Donald Trump. „Hann sundrar ekki bara heldur er hann líka skemmdarvargur. Þú deyrð í návist hans. Hann mun éta þig lifandi til að ná fram sínum markmiðum. Mér ofbýður að við höfum leiðtoga sem getur ekki sagt að líf svartra skipti máli. Þess vegna felur hann sig í kjallara Hvíta hússins. Hann er hugleysingi. Hann býr til kringumstæður og hleypur síðan í burtu eins og smákrakki. Ég held að það sé best að láta eins og hann sé ekki þarna. Það er ekkert sem hann getur gert sem mun laga ástandið af því að hann er bara ruglaður fábjáni,“ sagði Gregg Popovich.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira