Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 13:30 Arna K. Steinsen lyftir hér Íslandsbikarnum á baksíðu Morgunblaðsins eftir að hafa verið fyrsta konan til að gera lið að Íslandsmeistutum. Úrklippan er úr Morgunblaðinu frá 4. september 1993. Skjáskot af timarit.is Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR) Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira