Reyndi að koma sér út en lenti undir framhjólinu og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 17:41 Frá vettvangi slyssins í lok júní í fyrra. RNSA Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild. Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild.
Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira